BBM þjónustuskilmálar

Vinsamlega lestu þetta skjal vandlega YFIR áður en þú tekur þjónustuna í notkun, setur hana upp eða notar BBM hugbúnaðinn sem þjónustan er aðgengileg í gegnum. Þessi samningur inniheldur ákvæði sem takmarka eða útiloka ábyrgð Blackberry gagnvart þér og geta haft áhrif á lagaleg réttINDI þÍN. Þessi samningur hefur ekki áhrif á ófrávíkjanleg lagaleg réttindi SEM ÞÚ HEFUR í ÞINNI LÖGSÖGU, að því marki að þú EIGIR rétt á slíku.

Þessir BBM þjónustuskilmálar ("Samningurinn") teljast sem samningur milli þín: sem einstaklings ef þú samþykkir samninginn á eigin vegum; eða, ef þú hefur aðgang að eða heimild til að nota BBM lausnina (eins og er skilgreint hér að neðan) fyrir hönd fyrirtækis þíns eða annars aðila, milli þess aðila sem þú ert fulltrúi fyrir (í báðum tilvikum "Þú") og BlackBerry UK Limited, fyrirtæki nr. 4022422 ("Blackberry") sem hefur skráða skrifstofu á 200 Bath Road, Slough, Berkshire, United Kingdom SL1 3XE (saman "Samningsaðilar" og hvor fyrir sig "Samningsaðili").

Með því að smella á "samþykkJA" eða með því að virkja eða nota BBM lausnina eða einhvern hluta hennar, VIÐURKENNIR þú að ÞÚ ERT bundin(n) af skilmálum og skilyrðum þessa samnings. EF ÞÚ HEFUR EINHVERJAR spurningar eða áhyggjur varðandi skilmála þessa samnings, VINSAMLEGAST HAFÐU SAMBAND við Blackberry meÐ ÞvÍ aÐ senda tÖlvupÓst til: LEGALINFO@blackberry.COM.

Ef þú ákveður, áður en þú virkjar eða notar nokkurn hluta BBM Lausnarinnar, að þú sért ekki tilbúin(n) til að samþykkja þessa skilmála hefur þú engan rétt til að nota BBM Lausnina og þú ættir: (A) tafarlaust að fjarlægja eða eyða öllum hugbúnaði (eins og skilgreint hér að neðan) og, (B) ef þú hefur greitt fyrir notkun á BBM Lausninni, sækjast eftir endurgreiðslu frá Viðkomandi söluAÐILA eða greiðslumiðlun í samræmi við gildandi endurgreiðslustefnu þeirra.

SJÁ kafla 19 og 20 þessa samnings fyrir upplýsingar um trúnaðarskyldu og gagnavernd BlackBerry.

EF þú ert búsett(ur) í Frakklandi og ef þú telst vera neytandi samkvæmt frönskum neytendalögum, þá eru ákveðin ákvæði í þessum Samningi sem gilda ekki um þig og, að því marki að þú gætir átt lagalegt tilkall til þess, mun þessi Samningur ekki undir neinum kringumstæðum hafa áhrif á ófrávíkjanleg lagaleg réttindi þín.

EF ÞÚ ert búsett(ur) á Ítalíu og ef þú ert "neytandi" eins og það hugtak er skilgreint samkvæmt ítölskum lagaúrskurði nr. 206 DAGSETTUR 6. September 2005 (sem þýðir að þú ert einstaklingur sem athafnar sig fyrir utan iðn, fyrirtæki eða starfsgrein) hefur þú krÖfu til þeirra réttinda sem fram koma í ítölskum lagaúrskurði nr. 206, sem kann að taka breytingum, og ekkert í þessum Samningi takmarkar eða fjarlægir þau réttindi, né gildandi lög, í samræmi við kafla 24(d) í þessum Samningi.

1.                   Skilgreiningar. Nema samhengi krefjist annars, munu eftirfarandi hugtök hafa þessa merkingu (og þar sem samhengi þess krefst, skal eintala innihalda fleirtölu og öfugt).

"Fjarskiptaþjónusta" telst vera fjöldreifð, þráðlaus netþjónusta, aðrar netþjónustur (þar með talið þráðlaust staðarnet, gervitungl og netþjónusta) og önnur þjónusta sem er veitt af þjónustuaðila þínum til notkunar í tengslum við BBM lausnina þína.

"Veitandi fjarskiptaþjónustu" telst vera sá aðili sem veitir fjarskiptaþjónustuna.

"BBM Lausn" telst vera BBM spjalllausn (einnig þekkt sem BlackBerry Messenger), sem er samsett af þjónustu og hugbúnaði, ásamt viðeigandi fylgiskjölum.

"BlackBerry ID" telst vera þær upplýsingar sem þú notar til að skrá þig inn á BBM lausnina þína og aðrar vörur og þjónusta sem nota skráningarupplýsingar fyrir Blackberry ID.

"Efni" telst vera öll gögn, texti, tónlist, hljóð, hringitónar, ljósmyndir,    grafík, myndbönd, skilaboð, merki eða annað stafrænt efni eða aðrar stafrænar upplýsingar.

"Fylgiskjöl" vísar til staðlaðs og gildandi notendasáttmála, þar á meðal allar siðareglur, reglur eða notkunarreglur sem eru gerðar og veittar af BlackBerry fyrir BBM lausnina. Fylgiskjöl innihalda ekki neina sáttmála sem eru gerðir af öðrum en BlackBerry eða breytingar unnar af öðrum en BlackBerry.

"Tæki" telst vera öll tæki, svo sem snjallsími eða spjaldtölva, þar sem hugbúnaðurinn eða hluti af honum er hannaður af og heimilaður til notkunar af BlackBerry og er í þinni eign eða stjórnað af þér.

"Greidd þjónusta" telst vera þjónusta sem krefst skráningar og greiðslu til BlackBerry eða viðeigandi sölumanns ("VS") eða greiðslumiðlunar til að fá aðgang að.

"Þjónusta" telst vera sú þjónusta sem að BlackBerry eða samstarfsaðilar BlackBerry bjóða þér upp á til notkunar á BBM          lausninni, þar á meðal persónuleg og hópsmáskilaboð, myndbanda- og talþjónusta (þegar slíkt er í boði) og BlackBerry ID þjónusta, en það að BlackBerry sé í vörumerkjasamstarfi við þriðja aðila þýðir ekki endilega að slíkt flokkist undir þjónustu.

"Hugbúnaður" telst vera BBM búnaður viðskiptavinar sem veitir aðgang að þeirri þjónustu og öllum öðrum hugbúnaði sem BlackBerry veitir þér samkvæmt þessum samningi, sama með hvaða hætti, dreifingaraðferð eða einhverjum öðrum hætti sem slíkt er sett upp eða notað (og sem getur verið samansett af hugbúnaði, skjölum, fylgiskjölum, skilflötum og efni, hvort sem slíkt telst sem hugbúnaðarkóði eður ei; og vörur þriðju aðila). Hugtakið "hugbúnaður" nær ekki yfir hugbúnað þriðju aðila eða vörur þriðju aðila, hvort sem hugbúnaður þriðju aðila og vörur þriðju aðila er dreift af BlackBerry eða fyrir hönd BlackBerry, eða ef hugbúnaður þriðju aðila og vörur þriðju aðila fylgja með, eru veittar af eða starfa í tengslum við BBM lausnina.

"Íhlutir þriðju aðila" telst vera hugbúnaður og skilfletir sem BlackBerry hefur leyfi fyrir í gegnum þriðju aðila til að nota og dreifa sem              óaðskiljanlegum hluta af þeim hugbúnaði undir BlackBerry vörumerkinu en felur ekki í sér hugbúnað þriðju aðila.

"Efni þriðju aðila" telst vera efni sem tilheyrir þriðja aðila.

"Hlutir þriðju aðila" telst vera efni þriðju aðila og vörur þriðju aðila.

"Vörur þriðju aðila" telst vera tæki og hugbúnaður þriðju aðila og annar söluvarningur sem ekki eru BlackBerry vörur.

"Þjónusta þriðju aðila" telst vera þjónusta sem veitt er af þriðja aðila, þar með talin fjarskiptaþjónusta, þjónusta frá þriðja viðskiptamanni (VS) eða greiðslumiðlun, og hverri þeirri vefsíðu sem ekki er rekin af BlackBerry.

"Hugbúnaður þriðju aðila" telst vera sjálfstæður hugbúnaður sem er eign þriðja aðila en er veittur og gerður tiltækur í gegnum BBM lausnina.

"Þitt efni" telst vera allt það efni sem þú sendir eða gerir með öðrum hætti aðgengilegt fyrir þjónustu eða þjónustu þriðju aðila.

2.                   Reglur um notkun BBM lausnarinnar. Þú ert ábyrgur fyrir allri starfsemi BBM lausnarinnar þinnar og þér er skylt að sjá til þess að:

(a)    BBM lausnin og sérhver hluti hennar, sé notuð í samræmi við samning þennan, öll viðeigandi lög og reglugerðir og gildandi fylgiskjöl;

(b)    þú hafir náð að minnsta kosti 13 ára aldri og sért annaðhvort orðinn sjálfráða eða ekki lengur undir forsjá foreldra eða hafir samþykki frá foreldrum eða forráðamanni, og sért fullkomlega fær og bær til        að samþykkja þennan samning. Hvað sem öðru líður, staðfestir þú hér með að þú hafir náð 13 ára aldri þar sem að BBM lausnin og BlackBerry ID eru ekki ætluð börnum yngri en 13. Ef þú ert undir 13 ára aldri hefur þú ekki leyfi til að nota BBM lausnina eða verða þér úti um BlackBerry ID. Ef þú gengst við þessum samningi fyrir hönd fyrirtækis eða annars aðila, samþykkir þú að þú hafir það vald sem til þarf til að gangast við þessum samningi fyrir hönd slíks fyrirtækis eða aðila.

(c)     allar upplýsingar sem gefnar eru upp til BlackBerry eða lögbundinna   dreifingaraðila samkvæmt samningi þessum, þar með talið við skráningu BBM lausnar eða til að stofna aðgang til notkunar með BBM lausninni þinni, þar með talið BlackBerry ID, séu réttar, sannar, gildandi og fullnægjandi og svo lengi sem þú heldur áfram að nota BBM lausnina eða halda opnum aðgangi, verður þú að uppfæra slíkar upplýsingar til að halda þeim réttum, nákvæmum og tæmandi;

(d)    þú munir ekki vísvitandi, eftir fyrirspurnir sem manneskja í þinni stöðu gæti ráðist í, nota eða heimila öðrum að nota BBM lausnina, eða nokkurn hluta hennar, aðgreindum frá eða með hlut þriðju aðila eða þjónustu þriðju aðila, þannig að, samkvæmt sanngjörnu mati BlackBerry, það trufli, brjóti gegn eða hafi neikvæð áhrif á nokkurn þann hugbúnað, vélbúnað, kerfi, netþjónustu, efni eða þjónustu notaða af hvaða aðila sem er, þar með talið BlackBerry eða veitanda fjarskiptaþjónustu, eða sem að öðru leyti gæti haft skaðleg áhrif á BlackBerry eða dótturfélög og aðra hlutaðkomandi ("Fyrirtækjasamstæða BlackBerry"), veitanda fjarskiptaþjónustu eða þeirra viðskiptamenn eða innviði eða vörur eða þjónustu og þú munt  tafarlaust láta af slíkri notkun ef BlackBerry krefst þess af þér;

(e)     BBM lausnin, eða nokkur hluti hennar, muni ekki vera notuð til þess að senda út, birta, hlaða inn, dreifa eða miðla nokkurs konar efni sem gæti talist óviðeigandi, ósæmilegt, hneykslanlegt, móðgandi,            ærumeiðandi, djarft, ólöglegt eða villandi;

(f)     BBM lausnin, eða nokkur hluti hennar, mun ekki vera notuð til að fremja eða reyna að fremja glæp eða auðvelda framningu glæps eða annarra ólöglegra og tjónvaldandi athafna, þar með talið hlaða inn, safna, geyma, setja upp, senda, nota til samskipta eða gera aðgengilegar upplýsingar eða efni sem þú hefur ekki rétt til að safna, geyma eða gera aðgengilegt, samkvæmt lögum eða samkvæmt samningi eða brot á skyldum, í bága við trúnað eða lög, ólöglegs fjárhættuspils, eða hvers kyns athöfn sem getur brotið í bága við, brotið á eða misnotað hugréttindi og/eða annan eignarétt þriðju aðila (þar með talin afritun og deiling hugbúnaðar eða efnis sem þú hefur ekki rétt til að afrita og deila og sniðgengur stafræn réttindi);

(g)     BBM lausnin, eða nokkur hluti hennar, geti ekki verið notuð til að hlaða inn, setja upp, senda eða með öðrum hætti gert aðgengilegan nokkurn hugbúnað eða efni sem að inniheldur (i) vírus, Trójuhest, orm,bakdyr, stöðvunarbúnað, hættulega kóða, harða disks þefara (e. sniffer), þjarka, svokallaðan Drop Dead búnað eða hnýsibúnað; eða (ii) nokkurs konar annan hugbúnað eða efni sem er líklegt til eða ætlað til þess að (A) hafa neikvæð áhrif á virkni, (B) gera óvirkan, spilla eða valda skaða á eða (C) vera valdur að eða auðvelda óheimilan aðgang að eða neita aðgang að eða valda því að slíkt  verði notað í hvers kyns óheimilum eða óviðeigandi tilgangi, alls hugbúnaðar, vélbúnaðar, þjónustu, kerfi eða gagna ("Óæskileg Forrit") (og, ef þú verður var við óæskileg forrit í BBM lausninni eða í tengslum við hana, læturðu BlackBerry vita þegar í stað);

(h)    þú seljir ekki, leigir, lánir, eða flytjir, eða gerir tilraun til að selja, leigja, lána eða flytja, hugbúnaðinn       eða nokkurt efni eða nokkurn hlut                 sem honum tengist, sem þér er veitt aðgengi að sem hluti af BBM  lausninni, eða rétt þinn til notkunar á BBM lausninni eða sérhverjum hluta hennar, til nokkurrar annarrar manneskju, án skriflegs leyfis frá BlackBerry;

(i)      þú gerir ekki tilraun til að fá óviðkomandi aðgang að þjónustum, öðrum reikningum, tölvukerfi eða netkerfum tengdum þjónustunni, með því að hakka þig inn, leita eftir aðgangsorðum (e. password mining) eða á nokkurn annan hátt, eða verða þér úti um eða reyna að verða þér úti um gögn eða upplýsingar sem eru aðgengilegar í gegnum þjónustu sem af ásetningi var ekki gerð aðgengileg fyrir þig í gegnum BBM lausnina;

(j)      BBM lausnin þín, eða nokkur hluti hennar, sé ekki notuð til að villa á sér heimildir eða halda því         ranglega fram eða á annan hátt fara með rangar staðhæfingar um tengsl þín við ákveðna manneskju          eða aðila, eða gefa á þér rangt deili til að villa um fyrir öðrum, þar með talið með því að gefa upp villandi upplýsingar á netinu með svokölluðum spilliforritum (e. phishing og spoofing) og;

(k)    þú starfir í samvinnu við BlackBerry og veitir umbeðnar upplýsingar til að aðstoða BlackBerry við að rannsaka eða meta hvort það hefur orðið brot á þessum samningi og gefur BlackBerry eða óháðum endurskoðanda, skipuðum af BlackBerry, aðgang að húsnæði því og tækjum sem BBM lausnin er notuð fyrir eða hefur verið notuð fyrir og allar tengdar færslur. Þú heimilar hér með BlackBerry til að starfa með: (i) löggæsluyfirvöldum við rannsókn á meintum refsiverðum brotum, (ii) þriðja aðila við að rannsaka athafnir sem brjóta í bága við þennan samning, og (iii) kerfisstjórum sem starfa fyrir netþjónustuaðila eða stofnanir sem vinna með gagnameðferð til að framfylgja þessum samningi. Slík samvinna kann að fela í sér að BlackBerry gefi upp notendanafn þitt, IP vistfang eða aðrar persónulegar upplýsingar.

3.                   Notkun hugbúnaðar.

(a)    Leyfi.Hlutar af BBM lausninni krefjast þess að þú verðir þér úti um og notir hugbúnað til þess að fá aðgang að þjónustunni. Hugbúnaðurinn er leyfisvara og ekki seldur undir skilmálum þessa samnings. Leyfi þitt til að nota hugbúnaðinn er háður greiðslu á gildandi leyfisgjöldum, ef einhver eru, háð skilmálum og skilyrðum settum fram hér, og þessi samningur veitir þér persónulega, afturkallanlega, óháð einkarétt, óframseljanlega heimild sem gerir þér kleift að setja upp og nota hugbúnaðinn á tæki, eða, ef sérstaklega leyfilegt samkvæmt notkunarreglum rafrænnar verslunar þriðju aðila (til dæmis iTunes verslun fyrir iOS útgáfur af hugbúnaðinum) sem þú keyptir hugbúnaðinn hjá ("Notkunarreglur"), fjölda tækja sem slíkar notkunarreglur leyfa.

Ef þú eignast hugbúnaðinn á grundvelli áskriftar eða sem hluta af ókeypis prufu, þá gilda framangreind notendaréttindi einungis fyrir það tímabil sem þú hefur greitt tilskilin áskriftargjöld fyrir eða eins lengi og BlackBerry eða viðurkenndur söluaðili gefa leyfi fyrir.

Í öllum tilvikum gefur leyfið sem veitt er samkvæmt þessum samningi þér einungis rétt til að nota eða heimila notkun á hugbúnaðinum eða aðgengi að þjónustu einungis fyrir eigin notkun eða í persónulegum tilgangi og þá í samræmi við allar viðeigandi notkunarreglur.

(b)    Endurnýjanir og uppfærslur. Þessi samningur og leyfin sem honum fylgja, fela ekki í sér nein réttindi til að: (i) reglulega uppfæra og endurnýja hugbúnaðinn eða hugbúnað þriðju aðila; eða (ii) verða þér úti um nýja eða breytta þjónustu. Þrátt fyrir framangreint geta uppfærslur eða endurnýjanir á hugbúnaðinum verið lagðar til að hálfu BlackBerry samkvæmt geðþótta. Hugbúnaðurinn getur falið í sér virkni til að leita sjálfkrafa að endurnýjunum eða uppfærslum á hugbúnaðinum og þú gætir þurft að uppfæra hugbúnað eða hugbúnað þriðju aðila til að halda áfram að hafa aðgang að eða nota tiltekna þjónustu, annan nýjan hugbúnað eða hluti þriðju aðila eða þjónustu þriðju aðila eða hluta þess. Með þeirri undantekningu að hugbúnaður tækisins komi í veg fyrir sendingu eða notkun á uppfærslu eða endurnýjun á hugbúnaðinum og ef þú notar slíkar stillingar, samþykkir þú hér með að BlackBerry geti (en beri ekki skyldu til) boðið þér upp á slíkar uppfærslur eða endurnýjanir endrum                og eins og tilkynnt þér um framboð slíkra uppfærslna og endurnýjana. Allar uppfærslur eða endurnýjanir sem þér eru veittar af BlackBerry samkvæmt þessum samning skulu teljast hugbúnaður,        þjónusta eða hugbúnaður þriðju aðila, eftir því sem við á.

(c)     Réttindi til hermismíði. Þú hefur ekki leyfi til að dreifa eða breyta hugbúnaðinum eða nokkru því efni sem þér er veittur aðgangur að sem hluti af þjónustunni, í heild eða að hluta til. Nema að því marki sem BlackBerry er sérstaklega bannað með lögum að koma í veg fyrir slíka starfsemi. Þér er ekki heimilt að afrita, fjölfalda eða með öðrum hætti endurskapa hugbúnaðinn eða nokkurt efni sem               þú hefur aðgengi að í gegnum þjónustuna, í heild sinni eða hluta, nema slíkt sé sérstaklega heimilað í þessum samningi, í fylgiskjölum um viðeigandi þjónustu, í notkunarreglunum eða í sérstökum skriflegum samningi milli þín og BlackBerry eða stofnunum tengdum BlackBerry. Samkvæmt þessu ákvæði skal "eftirlíking" eða "hermismíði" ekki fela í sér afritun yfirlýsinga og leiðbeininga um hugbúnaðinn sem á sér stað náttúrulega við venjulegar kerfisframkvæmdir þegar það er notað í samræmi við og í þeim tilgangi sem lýst er í fylgiskjölum eða í tengslum við að taka óbreytt, regluleg afrit af hugbúnaðinum eða af tækinu sem hugbúnaðurinn er settur upp á, í samræmi við staðlaða viðskiptahætti. Það er ekki leyfilegt að afrita fylgiskjölin eða hluta þeirra nema til einkanota og til       notkunar í tengslum við notkun þína á BBM lausninni.

4.            Skilyrtur hlutur þriðju aðila og þjónusta þriðju aðila. Þú ert ábyrgur fyrir því að hlutir þriðju aðila og þjónusta þriðju aðila (þar með talin tæki, nettenging, þráðlaust net og fjarskiptaþjónusta) sem þú           velur að                 nota BBM lausnina með, uppfylli lágmarkskröfur BlackBerry, þar á meðal hugbúnaður tækisins og framboð á slíkum netaðgangi sem þarf fyrir BBM lausnina eins og fram kemur í fylgiskjölum og að notkun þín á slíkum hlut þriðju aðila og/eða þjónustu þriðju aðila með BBM lausninni brjóti ekki í bága við leyfi, skilmála, skilyrði, lög og reglur um notkun slíkra hluta þriðju aðila og þjónustu þriðju aðila. Þjónustugjöld vegna fjarskiptaþjónustu geta verið innheimt í tengslum við notkun þína á BBM lausninni og þú samþykkir að á milli þín og BlackBerry sért þú ábyrgur fyrir öllum þjónustugjöldum sem hljótast af slíkri notkun. Þjónustuveitandi getur takmarkað hvaða þjónusta og þjónusta þriðja aðila er í boði fyrir þig. Ef þú óskar eftir upplýsingum um hvaða þjónustuaðilar styðja BBM lausnina á þínu svæði, vinsamlegast hafðu samband við BlackBerry með því að senda tölvupóst til legalinfo@blackberry.com.

5.            Auka skilmálar.

(a)    Þú gætir þurft að samþykkja frekari skilmála og skilyrði:

(i)                  með BlackBerry í tengslum við íhlut þriðju aðila (til dæmis opin kerfi) og til að geta nýtt þér tiltekna þjónustu eða efni eða til að uppfæra eða fá uppfærslu fyrir BBM lausnina;

(ii)                við þriðju aðila um kaup eða notkun á hlut þriðju aðila eða þjónustu þriðju aðila, þar á meðal við notkun á vefsíðu þriðju aðila sem er aðgengileg í gegnum BBM lausnina;

(iii)               með VS eða greiðsluörgjörva til að versla í tengslum við eða í gegnum BBM lausnina, og

(iv)              með veitanda fjarskiptaþjónustu fyrir fjarskiptaþjónustu.

(b)    Þú ert ábyrgur fyrir því að fara eftir samningum þeim sem þú gengst við hjá þriðju aðila og BlackBerry er ekki ábyrgur né skaðabótaskyldur á nokkurn hátt gagnvart hverju því tapi eða skemmdum sem mögulega geta hlotist vegna samskipta þinna við slíka þriðju aðila. Ef þú ert                ekki viss um hvort BlackBerry sé uppspretta efnis, hlutar, vöru eða þjónustu, vinsamlegast hafðu samband við BlackBerry með því að senda tölvupóst til legalinfo@blackberry.com.  Ef þú átt samskipti við þriðja aðila í gengum netið eða í tengslum við þjónustu þriðju aðila, gættu þess að þú vitir        hvern þú ert að fást við og að þú gerir þér grein fyrir skilmálum og skilyrðum sem tengjast þeim vefsíðum og allri þeirri þjónustu þriðju aðila eða hlutum þriðju aðila sem þú gætir nálgast eða fengið, þar með talið sending og greiðsluskilmálar, notendaskilmálar, endanotenda skilmálar, möguleikinn á að skila vörum, trúnaðarmál, friðhelgisstillingar og öryggisstillingar til að vernda persónulegar upplýsingar og til að tryggja öryggi þitt.

(c)     Að engu leyti munu slíkir skilmálar og skilyrði á milli þín og þriðja aðila vera bindandi fyrir BlackBerry eða setja neinar frekari skyldur eða skyldur í ósamræmi við skilmála og skilyrði  þessa samnings, til BlackBerry, og eins á milli þín og BlackBerry, eru skilmálar og skilyrði tengd hluta þriðja aðila og þjónustu þriðju aðila í samningi þessum enn í gildi.

(d)    Að því marki sem liður þriðju aðila sé tryggður í gegnum frekari skilmála og skilyrði sem veita þér rétt til að nota, afrita, dreifa eða breyta öllum eða hluta af slíkum lið þriðju aðila sem er víðtækari en réttindi þín samkvæmt þessum samningi fyrir hugbúnaðinn, þá, eingöngu að því marki sem þú getur nýtt þér þessi víðtækari réttindi án þess að brjóta skilmála eða skilyrði þessa samnings hvað varðar endingu hugbúnaðarins, þá skalt þú fá að njóta slíkra réttinda. Með tilliti til hugbúnaðar þriðja aðila eða þjónustu þriðju aðila (sem tekur til hugbúnaðar og innihalds) sem er í boði fyrir þig í gegnum BlackBerry, ef að með hugbúnaði þriðju aðila eða þjónustu þriðju aðila fylgir ekki sérstakt leyfi eða þjónustuskilmálar, er notkun þess háð skilmálum og skilyrðum þessa samnings eins og ef það væri hugbúnaður eða þjónusta (eins og við á) sem er hluti af BBM lausninni; að því tilskildu að slíkur hugbúnaður þriðju aðila eða þjónusta þriðju aðila sé útvegaðaf BlackBerry "EINS OG ER" og "FÁANLEGT," án sérstakra eða óbeinna skilyrða, meðmæla, ábyrgða, framsetninga og, eins og á milli þín og BlackBerry, eru takmarkanir og útilokanir á skaðabótaskyldu, fyrirvörum, og endurgreiðslu ákvæða í þessum samningi hvað varðar hlut þriðju aðila og þjónustu þriðju aðila en ekki hugbúnaðinn, skulu gilda.

6.            Breytingar eða stöðvun á notkun af BBM lausninni.

(a)    Breytingar eða stöðvun á notkun af BBM lausninni. Þú viðurkennir að BlackBerry getur, án ábyrgðar gagnvart þér, breytt, ógilt tímabundið, hætt, fjarlægt, sett takmörk á eða slökkt á BBM lausninni, eða hluta hennar, hvenær sem er, tímabundið eða varanlega, með eða án fyrirvara til þín, að því marki að ef BlackBerry hættir að bjóða upp á þjónustu (í því tilviki mun leyfi þitt til að nota hugbúnað sérstaklega hannaðan til að fá aðgang að þjónustu sjálfkrafa taka enda) og ef þú hefur greitt fyrir þá þjónustu sem á að vera í boði í tiltekinn tíma og ef þú brýtur ekki gegn samningi þessum, getur þú átt rétt á endurgreiðslu á öllum eða hluta þeirrar upphæðar sem þú greiddir fyrir þjónustuna, eins og það er sett fram í núverandi endurgreiðslustefnu þjónustunnar, eða VS eða greiðslumiðlunarinnar sem þú greiddir gjöldin til. Slík endurgreiðsla, ef einhver er, er eini réttur þinn og eina skuld BlackBerry, VS og greiðslumiðlunarinnar við þig ef svo kynni að ske að BlackBerry hætti varanlega með BBM lausnina eða hluta hennar.

(b)    Viðhald. Án þess að takmarka framangreint, áskilur Blackberry sér rétt til, og þú samþykkir að, BlackBerry geti einhliða ákveðið svo, að loka fyrir aðgang að BBM lausninni með reglubundu millibili, eða hluta hennar, eða á annan hátt taka BBM lausnina, eða hluta                hennar, úr rekstri til að laga villur í hugbúnaði, uppfæra og framkvæma greiningu og annað viðhald á BBM lausninni.

7.            Þitt framlag og annað efni.

(a)    Svörun. Þú getur gefið BlackBerry svörun varðandi BBM lausnina. Nema BlackBerry samþykki annað skriflega, viðurkennir þú hér með að BlackBerry eigi tilkall til allra svarana, athugasemda, ábendinga, hugmynda, hugtaka og breytinga sem þú gefur BlackBerry varðandi BBM lausnina og öllum tengdum hugverkarétt (saman "Svörun"" og þú framselur hér með rétt þinn, tilkall til og hagsmuni fylgjandi slíku til BlackBerry. Þú munt ekki vísvitandi veitaBlackBerry svörun sem er háð hugverkarétt þriðju aðila. Þú samþykkir að vinna saman með BlackBerry með tilliti til undirritunar á frekari skjölum og vegna annarra hluta sem BlackBerry getur á sanngjarnan hátt krafist til staðfestingar á að BlackBerry eigi kröfu til svörunar og til að gera BlackBerry kleift að skrá sig og/eða vernda allan hugverkarétt tengdan henni og/eða trúnaðarupplýsingar.

(b)    Endanotenda efni, hlutir þriðju aðila. Þú, en ekki BlackBerry, berð ábyrgð á efninu. BlackBerry stjórnar ekki efni eða öðrum hlutum þriðju aðila sem eru gerðir aðgengilegir fyrir þig í gegnum endanotendur í tengslum við notkun þína á BBM lausninni eða nokkurri annarri þjónustu þriðju aðila sem notuð er í sameiningu með BBM lausn þeirra og, auk almennra fyrirvara í kafla 17, tryggir BlackBerry ekki, né veitir fullvissu um nákvæmni, heilindi eða gæði, og er ekki ábyrgt fyrir slíkum hlutum þriðju aðila. BlackBerry getur sett almennar reglur og takmarkanir á notkun BBM lausnarinnar, þar á meðal umfang efnis sem er geymt, hámarkstíma sem efninu eða samræðum/bréfum verður haldið til haga á hvaða þjónustu sem er (þar með talin hvers kyns ský-miðuð þjónusta (e. cloud storage)) og/eða þann tíma sem þú hefur til að halda áfram að nota eða hafa aðgang að efni. Þú getur notað efni sem gert er aðgengilegt í gegnum BlackBerry eða aðila tengda BlackBerry, í tengslum            við þjónustu sem er eingöngu ætluð til einkanota og í samræmi við tiltekin leyfi og skilyrði sem gilda um þjónustuna, ef einhver eru. Takmarkanir eins og ofangreindar hér verða tilteknar í fylgiskjölum fyrir viðeigandi þjónustu sem þú ættir að kynna þér og fara yfir með reglulegu millibili þar sem BlackBerry áskilur sér rétt til breytinga hvenær sem er. Þú viðurkennir að BlackBerry ber enga ábyrgð eða skaðabótaskyldu gagnvart tapi, eyðingu, óviðkomandi aðgang eða bilun til að geyma hvers konar efni og, ef þú hefur tilskilin réttindi eða leyfi til þess, ættir þú að gera afrit af öllu efni sem er mikilvægt fyrir þig að eiga afrit af.

(c)     Þitt efni. Ef ekki stendur annað í samning þessum eða viðaukum hans, flytur samningurinn ekki eignarhald af þínu efni yfir til BlackBerry. Með tilliti til hvers þess efnis sem þú gerir aðgengilegt með því að skrá það inn í BBM lausnina og sem er aðgengilegt öðrum notendum BBM lausnarinnar, þar með talið BBM hópum og öðrum vettvangi sem aðgengilegur er BBM tengiliðum þínum og öðrum notendum BBM lausnarinnar, samþykkir þú að gefa BlackBerry um allan heim varanlegt, óafturkræft, framseljanlegt, þóknunarlaust og opinbert leyfi til að nota, dreifa, fjölfalda, breyta, aðlaga, framkvæma opinberlega og sýna opinberlega það efni sem telst sanngjarnt í tengslum við veitingu og stjórnun BBM lausnarinnar, eða nokkurn hluta hennar og, í tengslum við það efni sem þú gerir aðgengilegt fyrir aðra þætti BBM lausnarinnar, gefur þú BlackBerry um allan heim þóknunarlaust og opinbert leyfi til að nota, dreifa, fjölfalda, breyta, laga, framkvæma opinberlega og sýna opinberlega slíkt efni sem telst sanngjarnt að veita þér með BBM lausninni; þú ábyrgist         einnig og samþykkir í báðum tilvikum að þú hafir rétt til að veita BlackBerry slíkt leyfi.

(d)    Hneykslanlegt efni og hlutir þriðju aðila. Þú skilur að með því að nota BBM lausnina eða þjónustu þriðju aðila, gerir þú þig berskjaldaðan fyrir efni og hlutum þriðju aðila sem eru, eða sem þú getur álitið vera, móðgandi, ósæmilegt eða á annan hátt hneykslanlegt. BlackBerry og fulltrúar BlackBerry áskilja sér rétt til (en ber ekki skyldu til) að flokka fyrirfram, hafna eða fjarlægja þitt efni eða hluti þriðju aðila frá BBM lausninni.

(e)     Foreldrastillingar og eftirlit. Ákveðnir hlutar BBM lausnarinnar eða þjónustu þriðju aðila geta innihaldið stillingar sem gera þér kleyft að loka fyrir eða sía ákveðið efni, þjónustu, þjónustu þriðju aðila eða þriðju aðila. Það er alfarið á þína ábyrgð að velja og stilla slíkt eins og þú óskar. BlackBerry tryggir ekki að slíkar stillingar séu lausar við villur, muni loka fyrir allt efni, þjónustu, þjónustu þriðju aðila eða þriðju aðila, eða geti ekki verið gerðar óvirkar eða sniðgengnar af öðrum sem hafa aðgang að BBM lausninni þinni. Ef þú leyfir barninu þínu að nota BBM lausnina eða hluta hennar er það á þína ábyrgð að ákveða hvort slík tiltekin þjónustu, þjónusta þriðju aðila eða hluti þriðju aðila sé rétt fyrir barnið þitt og þú ert fullkomlega ábyrg(ur) fyrir aðgengi barnsins þíns að, og notkun þess á, BBM lausninni, þjónustu þriðju aðila og hlut þriðju aðila, þar á meðal öllum fjárhagslegum útgjöldum eða skuldum sem stofnað er til við slíka notkun eða aðgang.

8.            Neyðarþjónusta. BBM lausnin er ekki samtengd almenna talsímanetinu, notar ekki símanúmer til að hafa samskipti við önnur tæki og er ekki hönnuð eða ætluð til að koma í staðinn fyrir venjulegan farsíma eða hefðbundna símalínu. Að auki viðurkennir þú og samþykkir að BBM lausnin er ekki hönnuð til né ætlað að koma í staðinn fyrir hefðbundna símalínu eða þráðlausan farsíma og að þeir geta ekki verið notaðar til að hringja í "911," "112," "999," "000" eða önnur svipuð símanúmer sem ætluð eru til að tengja notanda við neyðarþjónustu eða svipaða þjónustu í neyðartilvikum samkvæmt gildandi lögum um fjarskipti ("Neyðarþjónusta"). Símtöl til neyðarþjónustu eru ekki afgreidd í gegnum BBM lausnina. Þú skilur og samþykkir að frekari ráðstafanir, aðskildar frá BBM lausninni, verða að gerast til að fá aðgang að neyðarþjónustu og að fyrirtækjasamstæða BlackBerry og þeirra yfirmenn, stjórnendur, og starfsmenn taka enga ábyrgð á eða eru skaðabótaskyldir gagnvart líkamlegu tjóni, dauða eða tjóni sem leiðir af eða er í tengslum við vangetu við að fá aðgengi að neyðarþjónustu í gegnum BBM lausnina.

9.            Hugverkaréttur. Samkvæmt þessum samning eignast þú ekki nokkurn rétt, eignarhald, tilkall til eða hefur nokkra hagsmuni frá hugverkarétt eða öðrum eignarétti, þ.m.t einkaleyfi, hönnun,vörumerki, höfundarrétt,gagnagrunnsrétt, rétt á trúnaðarupplýsingum eða viðskiptaleyndarmálum, tengdum BBM lausninni eða nokkrum hluta hennar, þar á meðal efni sem er gert aðgengilegt af fyrirtækjasamstæðu BlackBerry og viðkomandi birgja þeirra sem hlutar af BBM lausninni, samkvæmt þessum samningi. Þú eignast heldur engin réttindi í eða í tengslum við BBM lausnina eða nokkurn hluta hennar, eða í    nokkru því efni sem þér er gert aðgengilegt gegnum þjónustuna, önnur réttindi en þau sem er sérstaklega gefið leyfi fyrir samkvæmt þessum samningi, í tilheyrandi fylgiskjölum eða í öðru gagnkvæmu skriflegu samkomulagi við BlackBerry. Réttindi sem ekki eru skýrt tiltekin hér eru áskilin. Til skýringar, hvað sem öðru líður í þessum samningi, skulu einkaleyfi sem eru              veitt á BBM lausninni undir engum kringumstæðum framlengjast eða túlkast sem framlenging á notkun hvers kyns þjónustu þriðju aðila eða hlut þriðju aðila á sjálfstæðum grundvelli eða í samspili    við BBM lausnina þína og, án þess að takmarka framangreint, í engu skal vera leyfilegt að túlka sem svo að slík þjónusta þriðju aðila eða hlutir þriðju aðila séu á einhvern hátt tengd einkaleyfi BlackBerry með tilliti til BBM lausnarinnar í heild sinni og hluta. Hugbúnaðurinn, og öll afrit sem þú gerir af hugbúnaðinum, eru einungis lánuð þér en ekki seld til þín og hugbúnaðurinn, öll fylgiskjöl og allt efni sem þú hefur aðgang að í gegnum fyrirtækjasamstæðu BlackBerry, sem hluti af BBM lausninni, og hver sú síða sem gerir þér kleift að nálgast slíka þjónustu, eru vernduð af kanadískum, bandarískum og alþjóðlegum höfundarrétti, einkaleyfislögum     og ákvæðum alþjóðlegra sáttmála. Það eru alvarleg viðurlög, bæði almenn og refsiverð, fyrir  brot á hugverkarétt. Þú samþykkir að ekkert í þessum samning muni hafi óhagstæð áhrif á réttindi þín né koma í veg fyrir hver þau úrræði sem þú gætir leitað eftir, þar með talið lögbann eða samsvarandi úrbætur innan þinnar lögsögu, sem að BlackBerry, og allir sem veita efni fyrir þjónustu, kunna að hafa undir viðeigandi lögum er varða vernd af BlackBerry eða hugverkarétt þeirra sem efni veita eða öðrum eignarétti. Ef þú: (i) ert íbúi í Búrúndí, á Fílabeinsströndinni, Kósóvó, Mósambík, Síerra Leóne eða Tansaníu eða ef þú notar BBM lausnina frá Búrúndí, Fílabeinsströndinni, Kósóvó, Mósambík,                 Síerra Leóne eða Tansaníu eða (ii) býrð í lögsögu sem ekki hefur gilda löggjöf varðandi höfundarétt eða (iii) býrð í lögsögu þar sem höfundarréttarlög sem í gildi eru vernda ekki hugbúnaðarleyfi samkvæmt þessum samningi þá, til viðbótar við hverjar aðrar skuldbindingar sem þú kannt að hafa samkvæmt gildandi lögum í þinni lögsögu, samþykkir þú sérstaklega að höfundarréttarlög Kanada eigi við þig og notkun þína á BBM lausninni og þriðju aðila.

10.          Útflutningur, innflutningur og takmarkanir á notkun og leyfi frá Bandaríkjastjórn. Hugbúnaðurinn getur innihaldið dulmálstækni og þú samþykkir að hún geti ekki verið flutt úr landi, innflutt, notuð, flutt eða endur útflutt nema í samræmi við gildandi lög og reglur viðkomandi stjórnvalda. Þú lýsir því hér með yfir að: (A) samkvæmt þinni bestu vitund hafir þú rétt til að taka á móti hugbúnaðinum samkvæmt gildandi lögum og að þú sért ekki staðsettur í landi sem bandarísk stjórnvöld hafa sett viðskiptabann á eða sem hefur verið tilgreint af bandarískum stjórnvöldum sem "stuðningsþjóð við hryðjuverk" og að þú sért ekki á lista hjá bandarískum stjórnvöldum yfir bannaða einstaklinga og (B) Þú munir ekki nota hugbúnaðinn í tengslum við þróun, framleiðslu, meðhöndlun, viðhald, geymslu,                greiningu, auðkenningu eða miðlun á efna-, sýkla- eða kjarnavopnum eða flugskeytum ætluðum slíkum vopnum eða efni eða búnað sem hægt væri að nota í slík vopn eða flugskeyti, eða endurselja eða flytja til nokkurs eða nokkurra aðila sem taka þátt í slíkri starfsemi. Þrátt fyrir samkomulag við þriðja aðila eða önnur lagaákvæði, reglugerð eða stefnu, ef þú ert stofnun á vegum bandarísku ríkisstjórnarinnar munu réttindi þín vegna hugbúnaðarins ekki vera meiri en þau réttindi sem kveðið er á um samkvæmt þessum samningi, nema um annað sé sérstaklega samið af BlackBerry í skriflegu samkomulagi milli þín og BlackBerry og undirritað af framkvæmdarstjóra eða forstjóra BlackBerry.

11.          Öryggi, reikningar og aðgangsorð.

(a)    Notkun reikninga og aðgangsorða. Þú samþykkir að taka fulla ábyrgð á að tryggja viðeigandi öryggisráðstafanir til að stýra aðgangi að BBM lausninni, þar á meðal á tækinu sem þú setur hugbúnaðinn upp á. Án takmarkana við framangreint, samþykkir þú að velja sterk aðgangsorð og til að viðhalda öryggi og trúnaði allra aðgangsorða sem notuð eru til að fá aðgang að BBM lausninni eða einhverjum hluta hennar, þar með talin aðgangsorð notuð til að opna BlackBerry ID í tengslum við BBM lausnina. Þú samþykkir enn fremur að þú sért ábyrgur fyrir öllum aðgerðum sem eiga sér stað með notkun á aðgangsorðunum þínum eða í gegnum reikninga þína, þar með talin öll fjárútlát eða skuldir sem stofnað er til við slíka starfsemi. Þú samþykkir að tilkynna BlackBerry án tafar um                óleyfilega notkun á öllum eða einhverjum hluta BBM lausnarinnar, þ.m.t. aðgangsorð tengd henni, með því að hafa samband við þjónustufulltrúa BlackBerry (nánari upplýsingar á www.blackberry.com/support). BlackBerry getur ráðist í þær aðgerðir sem það telur viðeigandi eftir móttöku á slíkri tilkynningu en ber ekki skyldu til að grípa til neinna aðgerða. Þú samþykkir að þrátt fyrir að hafa gert BlackBerry viðvart um óleyfilega notkun eins og fram kemur hér að ofan leysir það þig ekki undan ábyrgð fyrir allri notkun og virkni sem á sér stað með notkun á aðgangsorði á eða í gegnum reikningana þína.

(b)    BlackBerry ID. Ef þú ert ekki nú þegar með BlackBerry ID verður þú beðin(n) um að búa til slíkt í því skyni að fá aðgang að og nota BBM lausnina. Þegar það hefur verið gert getur þú notað BlackBerry ID til að fá aðgang að öðrum vörum eða þjónustu sem nýta sér BlackBerry ID þjónustuna og sem þú hefur rétt á að hafa aðgang að ("aðgengileg þjónusta BlackBerry ID"). Nema þú og BlackBerry samræmist um aðra skilmála og skilyrði tengdum notkun þinni á BlackBerry ID og slíkum vörum og þjónustu, samþykkir þú að skilmálar og skilyrði þessa samnings sem lýtur að BlackBerry ID þjónustu, bæði sem þjónustu og sem hluta af BBM lausninni, gilda einnig um notkun þína á þínu BlackBerry ID með aðgengilegri þjónustu BlackBerry ID, þar með talið, en án takmörkunar, ákvæði 2, 3, 5, 6, 9, 12, 16, 17, 18, 19, 20 og kafli 11 þessa samnings. Þar að auki mun riftun þessa samnings ekki hafa áhrif á beitingu á þeim skilmálum og skilyrðum sem áframhaldandi notkun þín á BlackBerry ID með annarri aðgengilegri þjónustu BlackBerry ID, nema BlackBerry gefi til kynna að með slíkri uppsögn sé ætlað að binda enda á rétt þinn til að nota þitt BlackBerry ID með annarri aðgengilegri þjónustu BlackBerry ID.

12.          Trúnaðarupplýsingar og bann við vendismíði. Þú viðurkennir og samþykkir hér með að BBM lausnin var: (a) þróuð af BlackBerry og/eða fyrirtækjasamstæðu BlackBerry í töluverðum tíma og með þónokkrum kostnaði og (b) að BBM lausnin inniheldur trúnaðarupplýsingar, þar með talin viðskiptaleyndarmál BlackBerry, fyrirtækjasamstæðu BlackBerry og viðkomandi birgja. Þessi samningur gefur þér engan rétt til að fá frá BlackBerry, fyrirtækjasamstæðu BlackBerry eða dreifingaraðilum frumkóða af nokkru tagi fyrir hugbúnaðinn, þjónustuna, hlut þriðju aðila eða þjónustu þriðju aðila og, nema að því marki sem BlackBerry er sérstaklega meinað samkvæmt lögum að banna þessa starfsemi, samþykkir þú að breyta ekki, umbreyta, aðlaga, hermismíða, þýða, gera afleidd verk af eða vendismíða hugbúnaðinn, þjónustuna  eða hlut þriðju aðila eða þjónustu þriðju aðila eða leyfa, samþykkja, heimila, eða hvetja aðra aðila til að gera slíkt hið sama. Hvað þennan samning varðar, felur "vendismíði" í sér hverja þá athöfn sem vendir smíði hugbúnaðarins, þýðir, tekur sundur, tekur saman, afkóðar eða á einhvern hátt hefur áhrif á smíði hans (þar með talin hvers kyns "RAM/ROM losun eða varanleg geymsla," "svokölluð þefun (e. sniffing) af kapal eða þráðlausum streng" eða "svartkassa vendismíði") gögn, hugbúnað (þar með talin tengi, samskiptareglur og önnur gögn sem eru notuð í tengslum við forrit sem geta tæknilega talist hugbúnaðarkóði), þjónustu eða vélbúnað eða hverja þá aðferð eða ferli til að fá aðgang að eða breyta öllum upplýsingum, gögnum eða hugbúnaði frá einhverju formi í læsilegt mál.

13.          Skilmáli. Samningur þessi skal taka gildi þegar þú hefur gefið samþykki þitt fyrir að vera bundin(n) af skilmálum og skilyrðum hans (eins og lýst er í formálanum hér að ofan) og skal vera gildur nema honum sé sagt upp í samræmi við ákvæðin sem hér eru sett fram.

14.          Úrræði og uppsögn.

Í viðbót við önnur réttindi og úrræði BlackBerry sem sett eru fram í þessum samningi:

(a)    Ef þú vanefnir þennan samning getur BlackBerry eða umboðsmaður hans, en ber ekki skyldu til, ráðist í viðeigandi aðgerðir. Slíkar aðgerðir geta falið í sér, en takmarkast ekki við, tafarlausa stöðvun eða uppsögn á BBM lausninni eða hlut þriðju aðila notaður í tengslum við BBM lausnina þína.

(b)    BlackBerry er heimilt, auk allra annarra réttinda og úrræða sem nefnd eru í þessum samningi eða samkvæmt lögum, (i) að segja þessum samningi upp tafarlaust, sem og öðrum leyfissamþykktum milli þín og BlackBerry, fyrir einhvern eða allan hluta af BBM lausninni sem notaður er af þér ef þú vanefnir þennan samning eða nokkurn annan viðauka eða samkomulag sem er í gildi milli þín og BlackBerry eða aðila tengdum BlackBerry, þar með talið ef þér láist að greiða öll gjöld innan þrjátíu (30) daga frá gjalddaga þeirra og/eða, (ii) að hætta að veita þér þjónustu í tengslum við BBM lausnina. Ef þú hefur gefið BlackBerry nákvæmar upplýsingar um hvernig skal ná sambandi við þig, mun BlackBerry sýna sanngjarna viðleitni til að tilkynna þér um uppsögn samningsins.

(c)     Þar að auki getur BlackBerry rift þessum samningi og/eða tafarlaust hætt að styðja nokkurn hluta af BBM lausninni án ábyrgðar af neinu tagi gagnvart þér, ef BlackBerry getur ekki gefið aðgang að hluta af eða allri BBM lausninni, samkvæmt lögum, reglugerð, kröfum eða úrskurði í hvaða formi sem er fyrir dómstólum eða öðrum stjórnvöldum eða ef tilkynning frá ríkisstofnun eða deild kveður á um að BlackBerry sé ekki heimilt að styðja nokkurn hluta af BBM lausninni. Ekkert í þessum samningi getur túlkast þannig að þess sé krafist af BlackBerry að leita eftir undanþágu frá slíkum lögum, reglum, reglugerðum eða takmörkunum eða leita álits dómstóla eða áfrýja dómsúrskurðum. Ef geranlegt, mun BlackBerry sýna sanngjarna viðleitni til að tilkynna þér með þrjátíu (30) daga fyrirvara um slíka uppsögn eða stöðvun ef um er að ræða greidda þjónustu.

(e)     Nema þess sé sérstaklega getið hér, er BlackBerry ekki skaðabótaskyldt gagnvart þér í tengslum við riftun þessa samnings eða annarra réttinda eða leyfa sem hér eru veitt, í samræmi við þennan samning.

(f)     Uppsögn BlackBerry á samningi þessum mun taka gildi án þess að BlackBerry þurfi að                nálgast dóms- eð stjórnunarlegt samþykki, velþóknun eða lausn í lögsögu  þinni.

(g)     Ef þú ert búsett(ur) í Frakklandi getur þú sagt þessum samningi upp með þrjátíu (30) daga fyrirvara ef BlackBerry brýtur efnislega gegn samningnum og nær ekki að leiðrétta slíkt brot                innan ásættanlegs tíma.

15.          Áhrif uppsagnar. Við uppsögn þessa samnings, ákvæðis fyrir BBM lausnina eða annarrar þjónustu við þig, hvað sem því veldur eða ef áskriftin þín eða ókeypis prufa af BBM lausninni eða hluti þeirra rennur út eða er sagt upp: (a) verður þú án tafar að hætta allri notkun á BBM lausninni og eyða út eða fjarlægja uppsetning uallra eintaka af viðkomandi hugbúnaði sem er í þinni vörslu eða undir þinni stjórn eða, ef þessum samningi er ekki sagt upp, alla hluti hugbúnaðarins þar sem leyfið, eða hvað varðar þjónustuna, ákvæði um gildandi þjónustu, sem hefur verið sagt upp eða runnið út; og (b) BlackBerry hefur rétt til að loka á hvern þann gagnaflutning til og frá slíkum hugbúnaði og/eða þjónustu án fyrirvara til þín. Við uppsögn eða fyrningu leyfis þíns til að nota BBM lausnina eða nokkurn hluta hennar, gefur þú BlackBerry leyfi til að eyða öllum skrám, forritum,gögnum og skilaboðum sem tengjast reikningnum þínum fyrir BBM lausnina, eða viðeigandi hluta þess, án fyrirvara til þín. Þú munt áfram vera ábyrgur fyrir öllum fjárútlátum í tengslum við viðeigandi hluta BBM lausnarinnar þinnar og hlut þriðju aðila, til og með að uppsögnin tekur gildi, þar með talið fjárhæðir innheimtar samkvæmt hefðbundnu greiðslufyrirkomulagi. Ef þessum samningi er sagt upp af BlackBerry í samræmi við ákvæði þessa samnings, ert þú skyldugur til að borga BlackBerry öll gjöld (þar með talinn kostnað og gjöld vegna þjónustu lögmanns) og tengdan kostnað sem BlackBerry gæti orðið fyrir við það að knýja fram réttindi sín samkvæmt samningi þessum.

16.          Ábyrgð á BBM lausn þinni. Þú berð ábyrgð á notkun BBM lausnarinnar og þú samþykkir að vera ábyrg(ur) fyrir og að bæta BlackBerry, fyrirtækjasamstæðu BlackBerry og birgjum þeirra, eftirmönnum, umboðsmönnum, viðurkenndum dreifingaraðilum (þar með talinn veitandi fjarskiptaþónustu) og starfsmönnum þeirra, og hverjum stjórnarmanna þeirra, yfirmönnum, starfsmönnum og sjálfstæðum verktökum, hvers konar skaða, tap, kostnað eða útgjöld (þ.m.t. sanngjörn gjöld og kostnaðarliðir vegna þjónustu lögmanna), sem þeir geta orðið fyrir í tengslum við eða vegna notkunar BBM lausnarinnar, þar á meðal ef þú brýtur á nokkurn hátt gegn þessum samningi eða viðbótarákvæðum hans ("Tap") og hvaða tap sem getur myndast vegna krafa eða lögsóknar frá þriðja aðila. Úrræðin sem BlackBerry hefur aðgang að er ekki ætlað að vera, né skulu þau vera túlkuð sem svo, óskipt annarra úrræða sem kveðið er á um hér eða leyfð með lögum eða eigin fjárútlátum en öll slík úrræði skulu fara stighækkandi.

17.          Fyrirvari á ábyrgð.

Sum lögdæmi leyfa ekki takmörkun ábyrgðar eða undanþágu frá ábyrgð, skilyrðum, meðmælum, tryggingum eða framsetningu í        samningum við neytendur og að því marki sem þú telst neytandi getur verið að þessar undanþágur eigi ekki við þig. Ef þú ert búsett(ur) í       Frakklandi, er sú takmarkaða ábyrgð sem er veitt í þessum samningi sett fram með fyrirvara um lög eða lögboðin réttindi sem þú kannt að hafa samkvæmt frönskum lögum gagnvart hverri þeirri ábyrgð sem tekur til falinna galla. Ef þú ert búsett(ur) í Lúxemborg, hefur þessi samningur ekki áhrif á lögbundin réttindi þín hvað viðkemur duldum göllum.

(a)      BBM lausn. BlackBerry mun sjá BBM lausninni fyrir sanngjörnu viðhaldi og þjónustu. BlackBerry gefur ekki önnur loforð eða ábyrgðir varðandi BBM lausnina og ábyrgist hvorki né veitir aðrar svipaðar tryggingar fyrir því að:

(i)                  notkun þín á BBM lausninni verði óslitin eða laus við villur eða ávallt til staðar; eða

(ii)                 BBM lausnin, þ.m.t. skilaboð, efni eða upplýsingar sendar af þér eða til þín eða geymdar af þér eða fyrir þína hönd, muni ekki tapast, spillast, verða fyrir árás, vírusum, truflunum, hökkurum eða verða fyrir annarri öryggisskerðingu, né að slíkt verði nákvæmt, sent í óspilltu formi eða innan hæfilegs tíma.

(b)      Almennar ábyrgðir.

(i)      Að því marki sem gildandi lög leyfa, nema annars sé sérstaklega getið, er öllum SKILYRÐum, MEÐMÆLum, ÁBYRGÐum, tryggingum, framsetningu EÐA veittar ÁBYRGÐir, beinar eða óbeinar, þar með talin hvers kyns SKILYRÐI, MEÐMÆLI, yfirlýsingar eða ÁBYRGÐarending, SÉRtækur ásetningur EÐA notkun, SÖLUHÆFNI, SÖLUGÆÐI, virðing, FULLNÆGJANDI GÆÐI, heiti, eða, sem fellur að lögum eða venju eða kaupstefnu eða viðskiptakjörum og allra annarra ábyrgða, framsetningar, ástands, meðmæla eða loforða af nokkru tagi, beint eða óbeint,  hér með hafnað og útilokað. Ef þú ert búsett(ur) í Póllandi hafnar BlackBerry skýrt og klárt lögbundinni ábyrgð (RĘKOJMIA) að því er varðar vöru og/eða þjónustu veitta samkvæmt samningi þessum.

(ii)     Að því marki sem leyfilegt er samkvæmt gildandi lögum, eru allar ábyrgðir, meðmæli, framsetning, tryggingar eða skilyrði varðandi hugbúnaðinn, að því marki sem þær er ekki hægt að útiloka eins og fram kemur hér að ofan, en er hægt að takmarka, eru hér með takmarkaðar í níutíu (90) daga frá dagsetningunni sem þú fyrst settir hugbúnaðinn upp í tækinu þínu.

(c)                 Hlutur þriðju aðila og þjónusta þriðju aðila, tengd vefsvæði.

(i)       NEMA AÐ ÞVÍ marki sem er SÉRSTAKLEGA ÓHEIMILAÐ af LÖGUM, er Þjónusta Þriðju Aðila og Hlutur Þriðju Aðila ekki undir stjórn BlackBerry, BlackBerry styður ekki neinn sérstakan Hlut Þriðju Aðila eða Þjónustu Þriðju Aðila og BlackBerry ber enga ábyrgð varðandi val þitt á, notkun þinni á, aðgang þínum að eða framkvæmd á Þjónustu Þriðju Aðila eða Hlut Þriðju Aðila.

(ii)      Framangreint gildir óháð því: (a) hvernig þú kaupir eða færð aðgang að Hlut Þriðju Aðila og/eða Þjónustu Þriðju Aðila, til dæmis hvort undanskilið eða í gegnum BlackBerry eða veitanda fjarskiptaþjónustu, eða (b) hvort einhver slíkur Hlutur Þriðju Aðila eða Þjónusta Þriðju Aðila                 (einnig fjarskiptarþjónusta) er nauðsynleg til að nota alla eða hluta af BBM Lausninni.

            (iii)      Án þess að takmarka framangreint, nema að því marki sem það er sérstaklega óheimilt samkvæmt gildandi lögum, eru allir Hlutir Þriðju Aðila eða Þjónusta Þriðja Aðila útveguð af eða gerð aðgengileg af BlackBerry eða að öðru leyti notuð af þér  í tengslum við BBM Lausnina, á "EINS OG ER" OG "EINS OG aðgengilegt" grunni, án skilyrða, meðmæla, ábyrgðar, tryggingu, framsetningu eða veittrar ábyrgðar af neinu tagi, og Blackberry ber enga ábyrgð gagnvart þér eða kröfu frá þriðja aðila af þinni hálfu eða í gegnum þig, fyrir nokkuð mál sem varðar Hlut Þriðju Aðila eða Þjónustu Þriðju Aðila, þar á meðal: (A) nákvæmni, sendingu, tímabærni, áframhaldandi framboð slíkra Hluta Þriðju Aðila eða Þjónustu Þriðju Aðila eða nokkurs hluta Hugbúnaðarins sem hannaður er eingöngu til að útvega slíkan aðgang, (B) afköst eða rekstrarafkomuleysi Hluts Þriðju Aðila eða Þjónustu Þriðju Aðila, eða (C) rekstrarsamhæfi Hluts Þriðju Aðila eða Þjónustu Þriðju Aðila með allri eða hluta af BBM Lausninni þinni; eða (D) gjörðir eða athafnaleysi þriðja aðila í tengslum við Hlut Þriðju Aðila eða Þjónustu Þriðju Aðila, þar með talin notkun þriðja aðila af gögnunum þínum.

      (iv)       Án þess að takmarka framangreint, NEMA AÐ ÞVÍ MARKI sem er SÉRSTAKLEGA ÓHEIMILAÐ AF LÖGUM, samþykkir þú sérstaklega að BlackBerry sé ekki ábyrgur eða skaðabótaskyldur fyrir vírusum né ógnandi, ærumeiðandi, klúru, tjónvaldandi, móðgandi eða ólöglegri Þjónustu Þriðju Aðila eða Hlut Þriðju Aðila, eða Hlut Þriðju Aðila eða Þjónustu Þriðju Aðila eða framsendingu þeirra sem brjóta gegn hugverkarétt þriðju aðila. Komi slík krafa fram, með tilliti til Hluts Þriðju Aðila eða Þjónustu Þriðju Aðila, skal hún eingöngu sækjast gegn viðeigandi þriðja aðila.

(d)                Verkefni mikilvægra forrita. BBM Lausnin þín og hver hluti hennar er ekki hentug til notkunar í verkefnum mikilvægra forrita eða í hættulegu umhverfi eða umhverfi sem krefst öryggiseftirlits eða framkvæmdar, þar með talin rekstur á kjarnorkuverum, siglinga- eða fjarskiptakerfum flugvéla, flugumferðarstjórnun, öndunarvélum, vopnakerfum eða neyðarsendum eða önnur þjónusta sem veitt er í neyðartilvikum. Þú ábyrgist að þú munt halda úti fullnægjandi kerfum til að tryggja endurheimtun gagna og öryggisafritun og, ef ske kynni að: (i) truflanir verði á      notkun eða þjónustu, eða (ii) erfiðleikar eða villur í gagnaflutningi, eða (iii) tap eða spilling gagna, samþykkir þú að draga úr áhættu á  tapi og tjóni og tilkynna slík mál til BlackBerry. Án takmörkunar á almennum fyrirvara um tjón í gr. 18. (b), ber blackberry í engu tilviki ábyrgð á tjóni sem er afleiðing af notkun þinni á BBM Lausninni þinni eða einhverjum hluta hennar og verkefnum mikilvægra forrita í hættulegu umhverfi eða umhverfi sem krefst öryggiseftirlits eða framkvæmdar, hvort sem slíkt tjón var fyrirséð eður ei, og jafnvel þó BlackBerry hafi verið bent á að möguleiki væri á slíku tjóni.

(e)     Hugbúnaður keyptur í gegnum iTunes búðina. Með tilliti til hvers kyns hugbúnaðar sem fenginn er í gegnum iTunes búðina: ef svo fer að hugbúnaðurinn samræmist ekki gildandi ábyrgð getur þú tilkynnt það til Apple og Apple mun endurgreiða kaupverð hugbúnaðarins, ef eitthvert var, og Apple ber ekki ábyrgð á frekari kröfum, tapi, skaðabótum, tjóni, kostnaði eða útgjöldum sem rekja má til vanefnda í samræmi við gildandi ábyrgð.

18.          Takmörkun ábyrgðar.

Sum lönd leyfa ekki takmörkun eða útilokun á afleiddu, óbeinu eða öðru tjóni í samningum við neytendur og að því marki sem þú ert neytandi getur verið að takmarkanir eða útilokanir í þessum kafla eigi ekki erindi til þín.

(a)     að ÞVÍ MARKI sem gildandi lög leyfa og háð þeim sérstöku úrræðum sem sett eru fram í þessum samningi, ber BLACKBERRY enga ábyrgð á eftirfarandi tegundum skaðabóta: afleiddum, refsibætum, óviljandi, óbeinum, sérstökum, refsiverðum,              siðferðilegum eða áhættumiklum skaða, skaða vegna taps á viðskiptatekjum eða öðrum tekjum, vanrækslu á að innleysa mögulegan sparnað, truflun á fyrirtækjarekstri, tap á rekstrarupplýsingum, töpuðum rekstrartækifærum eða spillingu á eða tapi á gögnum eða broti á öryggi gagna, vanrækslu tengda því að senda eða svara gögnum, vandamálum tengdum forritum sem notuð eru í tengslum við BBM Lausnina eða vegna breytinga eða             mögulegra breytinga á BBM Lausninni eða einhverjum hluta hennar, framkvæmdum af einhverjum öðrum en BlackBerry, kostnaður vegna Niðurtíma, tap á notkun þinni af BBM Lausninni eða hluta hennar eða Þjónustu Þriðju Aðila eða Hlut Þriðju Aðila, kostnað vegna varahluta, kostnað vegna aðgengi að aðstöðu eða þjónustu, fjármagnskostnaður eða annað fjárhagslegt tap vegna eða í tengslum við þennan samning eða BBM Lausnina þína, hvort sem slíkt tjón er fyrirsjáanlegt eður ei og jafnvel þó BlackBerry hafi verið bent á að möguleiki væri á slíku tjóni.

(b)     Að því marki sem gildandi lög leyfa, skal samanlögð skaðabótaskylda BlackBerry ekki vera meiri en: (i) fjárhæðin sem upprunalega var greidd fyrir þann hluta hugbúnaðarins sem um ræðir, (ii) fjárhæðin sem greidd var fyrir viðkomandi tímabil gjaldgengrar þjónustu og (iii) fimm (5) Bandaríkjadollarar.

(c)     Að því marki sem gildandi lög leyfa, upp að því marki sem BlackBerry er ábyrgt gagnvart þér samkvæmt neðangreindu, ber BlackBerry einungis ábyrgð á skaða sem var stofnað til á því tímabili þar sem um ræðir bilun, töf eða vanhæfni BBM lausnarinnar þinnar.

(d)     Ekkert í þessum kafla takmarkar ábyrgð BlackBerry gagnvart þér ef um dauða eða líkamstjón er að ræða, að því marki sem það stafar beint af vanrækslu BlackBerry; að því tilskildu að það tjón sem greiðist af BlackBerry lækki samkvæmt framlagi frá þér eða öðrum. Ef þú ert búsett(ur) á Ítalíu eða í Lúxemborg, er ekkert í þessum kafla sem takmarkar ábyrgð BlackBerry gagnvart þér  að því marki að það sé af völdum illgirni eða vegna stórfellds gáleysis að hálfu BlackBerry, að því tilskildu að allt tjón sem greiðist af BlackBerry lækki samkvæmt framlagi frá þér eða öðrum.

(e)     að því MARKI sem gildandi lög leyfa, skulu báðir samningsaðilar bera gagnkvæma ábyrgð eins og stendur skrifað í samningi þessum og skulu ekki hafa neinar aðar skuldbindingar, skyldur eða skaðabótaskyldu gagnvart hvor öðrum, hvort sem í samningi, skaðabótalögum, samkvæmt samþykktum eða með öðrum hætti.

(f)      að því MARKI sem gildandi lög leyfa, gilda takmarkanir, útilokanir og fyrirvarar í þessum samningi: (i) óháð ástæðu aðgerða, kröfu eða aðgerða af þinni hálfu, þar með talið, en ekki eingöngu, gáleysi, tjón, ströng skaðabótaskylda, stofnsamþykkt, samningsrof eða aðrar lagalegar aðgerðir, (ii)  áfram þrátt fyrir verulegar vanefndir, brot eða bilun á grundvallartilgangi þessa samnings eða annarra úrræða sem hann telur, (iii) gilda ekki hér um skuldbindingu vegna skaðabóta eða óréttmæta nýtingu eða brot eins aðila á hugverkarétt hins eða brot á köflum þessa samnings sem bera yfirskriftina: "reglur um notkun bbm    lausnar" (kafli 2), "notkun hugbúnaðar" (kafli 3), "hugverkaréttur" (kafli 9), "útflutningur, innflutningur og takmarkanir á notkun og leyfi frá bandaríkjastjórn" (kafli 10), "trúnaðarupplýsingar og bann við vendismíði" (kafli 12) og "notendagögn" (kafli 20) og (iv) gilda samanlagt fyrir Blackberry eða fyrirtækjasamstæÐu blackberry, arftaka þeirra, starfsmenn og löggilda dreifingaraðila blackberry (þar með taldir veitendur fjarskiptaþjónustu sem starfa sem löggildir dreifingaraðilar blackberry hugbúnaðarins).

(g)     í engu tilviki skal nokkur fulltrúi, framkvæmdarstjóri, starfsmaður, umboðsmaður, dreifingaraðili, birgir (annar en sölumaður), þjónustuveitandi, sjálfstæður verktaki eða nokkur veitandi fjarskiptaþjónustu (nema eins og skilgreint hÉr aÐ framan) fyrirtækjasamstæÐu blackberry vera skaðabótaskyldur gagnvart þessum samningi.

(h)     þú viðurkennir og samþykkir að fyrirvarar, undanþágur og takmarkanir settar fram í þessum samningi teljast sem mikilvægur þáttur í samkomulagi samningsaðila og að í fjarveru slíkra fyrirvara, undanþága og takmarkana: (i) yrðu gjöld og aðrir skilmálar í þessum samning verulega frábrugðnir, og (ii) geta blackberry til að bjóða upp á notkun bbm lausnarinnar og möguleiki þinn á að nýta þér hana, hugbúnað eða þjónustur           samkvæmt þessum samningi og/eða geta blackberry til að bjóða upp á aðgang að hlut þriðju aðila og þjónustu þriðju aðila í gegnum bbm lausnina myndi verða fyrir varanlegum áhrifum.

19.          Samþykki fyrir öflun, notkun, úrvinnslu, framsali, geymslu og birtingu (á bæði við "vinnslu" og                            "úrvinnslu") upplýsinga.

Úrvinnsla persónuupplýsinga í gegnum fyrirtækjasamstæðu BlackBerry og þjónustuveitendur þeirra verður meðhöndluð samkvæmt friðhelgisstefnu BlackBerry (sem er hér með tekin inn í þennan samning með þessari tilvísun og má nálgast hana á www.blackberry.com/legal eða með því að senda tölvupóst á legalinfo@blackberry.com). Ef þú ert búsett(ur) í aðildarríki Evrópusambandsins eða Evrópska efnahagssvæðisins er, þar sem það á við, ábyrgðaraðili gagna m.t.t. persónuupplýsinga þinna sá BlackBerry aðili sem að gerir við þig þennan samning.

(a)     Persónuupplýsingar. Notkun þín á BBM lausninni (eða einhverjum hluta hennar), þ.m.t.                 uppsetningu og/eða notkun á hugbúnaði eða tengdri fjarskiptaþjónustu, eða stofnun BlackBerry ID, getur leitt til meðhöndlunar persónuupplýsinga samkvæmt skilgreiningum gildandi laga sem eiga við um þig, eða ef þú ert fyrirtæki eða annars konar lögaðili, á það sama við starfsmenn þína og aðra einstaklinga sem að þú heimilar að nota BBM lausnina                 fyrir þína hönd (saman, "notendur") með fyrirtækjasamstæðu BlackBerry og þjónustuaðila þeirra, þínum fjarskiptaþjónustu veitanda, og þriðju aðila með vörur eða þjónustu sem er notuð með BBM lausn þinni. Með hliðsjón af þeirri þjónustu sem er notuð, geta persónulegar upplýsingar átt við upplýsingar eins og nafn, mynd, stöðu og persónuleg skilaboð, netfang, símanúmer, tungumálaval, BlackBerry ID, auðkenni reiknings og stillingar, upplýsingar um tæki (t.d. auðkenni tækis og gerð tækis), land og tímabelti, fjarskiptaþjónustu og upplýsingar um virkni notkunar þinnar á BBM lausninni og þjónustu eða hugbúnað og vélbúnað nýtta í tengslum við BBM lausnina. Með hliðsjón af framboði af eiginleikum í BBM lausninni geta upplýsingar í símaskrá, staðsetningagögn tækis, dagbók,      myndir og áminningar, verið aðgengilegar BBM lausninni og unnar af BlackBerry til að veita virkni sem notar þessar upplýsingar sem hluta af eða í tengslum við BBM lausnina (t.d. til að leyfa þér að senda "mæli með BBM" með tölvupósti eða sem SMS til tengiliða í símaskrá þinni). Þú samþykkir að fyrirtækjasamstæða BlackBerry og þjónustuaðilum þeirra sé heimilt að afla slíkra persónuupplýsinga frá þér beint eða fá þær frá fjarskiptaþjónustu þinni eða þriðja aðila með vörur eða þjónustu sem eru notaðar með BBM lausn þinni. Ef þú ert fyrirtæki eða annar lögaðili, skalt þú tryggja að þú hefir fengið allar nauðsynlegar samþykktir og umboð til að semja um, og gefa samþykki þar sem þess er krafist samkvæmt kafla 19 þar sem það tengist persónuupplýsingum um notendur þína sem er safnað með notkun þeirra á BBM lausn þinni.

(b)     Tilgangur. Í samræmi við friðhelgisstefnu BlackBerry, getur fyrirtækjasamstæða BlackBerry og þjónustuaðilar þeirra komið til með að meðhöndla persónuupplýsingar í þeim tilgangi (i) að skilja og mæta þörfum þínum og óskum og til að veita þér BBM lausnina þína og BlackBerry ID, (ii) þróa nýjar og efla fyrirliggjandi vörur og þjónustu, þ.á m. til að hafa samband við þig um þær, (iii) að stýra og þróa fyrirtækjasamstæðu BlackBerry og starfsemi þeirra, og (iv) að mæta lagalegum og reglubundnum skyldum sínum. Þar að auki getur BlackBerry gert aðgengilegar eða sent til notenda uppfærslur eða tilkynningar um uppfærslur á hugbúnaði eða annarri vöru og þjónustu BlackBerry, hugbúnaði þriðju aðila, efni þriðju aðila eða þjónustu þriðju aðila og tengdar vörur eða þjónustu.

(c)     "Skýmiðuð" þjónusta. Þú staðfestir að BBM lausnin býður upp á "skýjamiðaða" skilaboða- og aðra þjónustu, sem ná m.a. til virkni fjaraðgangs, geymslu eða öryggisafritunar sem að fyrirtækjasamstæða BlackBerry eða þjónustuaðili þess veitir, og þú samþykkir að með því að nota slíka þjónustu, veitir þú BlackBerry og þjónustuaðilum þess leyfi til úrvinnslu þeirra upplýsinga sem þú slærð inn og að þær miðla að eða falla inn í slíka þjónustu (t.d. notendanöfn og myndir, stöðuskilaboð, tengiliðalistar eða upplýsingar um hópa, dagatal, eða aðrar upplýsingar á tækinu eins og verkefni og margmiðlunarskrár). Fyrirtækjasamstæða BlackBerry áskilur sér rétt til að vinna úr upplýsingunum til að auðvelda þá þjónustu veitta í samræmi við samning(a) þinn við BlackBerry og þú lýsir því yfir og ábyrgist að þú hafir allar nauðsynlegar samþykktir til þess að miðla slíkum gögnum til BlackBerry.

(d)     Samfélgsmiðlunareiginleikar. BBM lausnin felur í sér "samfélagsmiðlunareiginleika" sem gera þér kleift að gera þig finnanlegan og tengjast öðrum einstaklingum og bæta eða auka upplifun þína á þjónustu eða hugbúnaði BlackBerry, eða þjónustu og hugbúnaði frá þriðja aðila sem eru samofin þeim samfélagsmiðlunareiginleikum sem BlackBerry býður uppá. Ef þú notar slíka eiginleika, samþykkir þú að með því að gera þig aðgengilegan til að eiga í samskiptum við eða tengjast öðrum, getur þúverið sýnilegur öðrum, og að prófíllinn þinn, notendanöfn, notendamyndir, stöðu skilaboð, aðildarstaða, og önnur auðkenni eða upplýsingar geta verið skoðaðar af öðrum og þeir skrifað athugasemdir við þær. T.d. ef þú notar þjónustuna eða þjónustu frá þriðju aðila sem er samofin samfélagsmiðlunareiginleikum BBM, samþykkir þú að þar sem slíkir eiginleikar eru fyrir hendi: (i) geta BlackBerry Messenger tengiliðir þínir séð hvort þú að notir slíka þjónustu eða þjónustu þriðju aðila, (ii) tengiliðir þínir geta séð prófílinn þinn og hugbúnaðinn og innihald (t.d. leiki, tónlist eða aðrar margmiðlunarskrár, ræðst af þjónustunni eða hugbúnaði þriðju aðila) sem þú hefur hlaðið niður, ert að nota, eða sem er tiltækur til deilingar sem hluti af notkun þinni á þjónustunni eða þjónustu þriðja aðila, sem og athugasemdir sem þú eða aðrir gera, (iii) þegar þú sendir athugasemdir um tengiliði eða um hugbúnað eða efni sem þeir hafa sótt eða eru að nota sem hluta af notkun þeirra á þjónustunni eða þjónustu frá þriðja aðila, geta upplýsingar um þig (svo sem athugasemdir, notendanafn og notendamynd) birst tengiliðum viðkomandi   einstaklings, og (iv) þjónustan eða þjónusta þriðju aðila geta falið í sér sjálfvirka eiginleika sem sinnir greiningu til að þróa tillögur sem byggjast á stillingum þínum og notkun á þjónustunni eða hugbúnaðinum. Vinsamlegast athugaðu viðeigandi stillingar fyrir viðeigandi þjónustu eða hugbúnað til að stilla sýnileika eða friðhelgisstillingar fyrir slíka þjónustu eða hugbúnað.

(e)     Samþætting við þjónustu þriðju aðila. BBM lausnin getur krafist þjónustu þriðju aðila til að virka (t.d. fjarskiptaþjónusta). Ef þú velur að samþætta eða tengja BBM lausn þína við þjónustu þriðju aðila (t.d. þjónustu sem auðveldar notkun þína á BBM lausn þinni í tengslum við samfélagsmiðla eða aðra þjónustu í boði frá þriðja aðila), leyfir þú BlackBerry að nota auðkenni þitt til að fá aðgang að þjónustu frá þriðja aðila fyrir þína hönd og meðhöndla persónuupplýsingar þínar varðandi slíka þjónustu frá þriðja aðila í því skyni að auðvelda aðgang að slíkri þjónustu frá þriðja aðila til þinna einkanota. Upplýsingarnar sem meðhöndlaðar eru geta verið: (i) þitt BlackBerry ID eða önnur viðeigandi notendaskilríki, aðgangsorð, auðkennistákn eða önnur skilríki fyrir hverja slíka þjónustu frá þriðja aðila eða aðra reikninga sem að þú samþættir við BBM lausn þína, (ii) upplýsingar notendareiknings þíns (t.d. BlackBerry ID, notendamynd, notendanafn, persónuleg skilaboð, stöðuskilaboð, land, tímabelti, einstakt auðkenni tækis, o.s.frv.), (iii) upplýsingar um tengiliði vistaða á tækinu, (iv) merki um hvaða smáforrit eða þjónustu frá þriðju aðila þú hefur tengt við hugbúnaðarreikning þinn, (v) gögn vegna notkunar þinnar á þjónustu eða smáforrits frá þriðja aðila sem þú hefur tengt við hugbúnaðarreikning þinn (t.d. stigafjöldi sem þú hefur safnað í leik frá þriðja aðila og hafa verið birt á hugbúnaðarreikningi þínum, gögn frá spjallforriti í tengslum við skilaboð sem þú hefur sent í gegnum tengt smáforrit eða þjónustu frá þriðja aðila og hafa farið í gegnum spjallhugbúnað o.s.frv.). Þú heimilar BlackBerry einnig að gefa upp persónuupplýsingar til viðeigandi þriðju aðila sem veita þjónustu (þ.á m. veitenda fjarskiptaþjónustu) í þeim tilgangi að sinna virkjun, innheimtu, gera ráðstafanir, veita þjónustu, sinna viðhaldi og afskrá. Slík þjónusta frá þriðja aðila sem notuð er fellur ekki undir stjórn BlackBerry. Ef persónuupplýsingar þínar eru birtar til veitenda fjarskiptaþjónustu, eða þriðja aðila með vörur eða þjónustu sem er notuð með BBM lausn þinni, er það háð gildandi samningum og friðhelgisstefnu þessara þriðju aðila, og þú ættir að skoða skilmála þeirra áður en þú notar þjónustu eða hugbúnað þriðja aðila. Þú ættir að skoða valkosti eða hjálparvalmynd tækisins og hugbúnaðarins sem um ræðir í því skyni að læra meira um, og þar sem við á, stilla veittar aðgangsheimildir og tiltæk stjórntæki slíkrar þjónustu eða hugbúnaðar frá þriðja aðila.

(f)      Kökur og sambærileg tækni. Fyrirtækjasamstæða BlackBerry getur notað "kökur" (litlir hlutar af gögnum sem geymd eru á tækinu) eða svipuð tól sem nota nafnlausar upplýsingar til að gera þér kleift að skrá þig inn á ákveðna þjónustu til að vernda bæði þig og BlackBerry, til að aðstoða við að gera þjónustuna auðveldari í notkun eða til sérsníða upplifun þína, eða til greiningar til að hjálpa okkur að skilja hvernig notendur eiga samskipti við þjónustu okkar og BBM lausnina og til að bæta eiginleika hennar.

(g)     Aðstoð og gæðatrygging. Ef þú hefur samband við BlackBerry til að fá aðstoð eða sendir greiningu eða aðrar tæknilegar upplýsingar til BlackBerry í gegnum tölvupóst eða skráningar verkfæri sem BlackBerry veitir í slíkum tilgangi, samþykkir þú að fyrirtækjasamstæðu BlackBerry sé heimilt að safna tæknilegum upplýsingum eins og heiti tækis, auðkennisnúmeri vélbúnaðar og tegundarnúmeri, stöðu minnis, stýrikerfi og umhverfis upplýsingar, stöðu rafhlöðu, WiFi/WLAN, útvarp eða styrk þráðlauss nets og tengingar, listi af uppsettum smáforritum, upplýsingar um notkun smáforrita, gögn um úrvinnslu í gangi og  stillingar tækis, kerfisatburði, og aðrar upplýsingar varðandi ástand tækisins og hugbúnað sem getur verið gagnlegt til greiningar. Slíkar upplýsingar verða notaðar í þeim tilgangi að bilanagreina, þjónustu við viðskiptavini, uppfærslu hugbúnaðar og endurbætur á BlackBerry vörum og þjónustu í samræmi við friðhelgisstefnu BlackBerry. Ef greining sýnir að um vöru þriðja aðila er að ræða, getur BlackBerry sent viðeigandi greiningar eða tæknilegar upplýsingar til þriðja aðila sem er seljandi þeirrar vöru sem er hluti af bilanagreiningar ferlinu. Þú viðurkennir og                 samþykkir að símtöl við BlackBerry og þjónustuaðila þess geta verið skráð fyrir þjálfun, gæðatryggingu, þjónustu við viðskiptavini og til skírskotunar.

(h)     Vistun skilaboða. Innihald þeirra skilaboða sem hafa verið skilað í gegnum BBM lausnina er alla jafna ekki vistað eða geymt hjá BlackBerry. BBM skilaboð eru send í gegnum gagnaþjónustu við netþjóna rekna af BlackBerry eða fyrir hönd þess, og beint til viðtakanda, ef viðtakandi er tengdur. Þegar að skilaboð hafa verið afhent, er það ekki lengur vistað á                 netþjónum okkar. Ef viðtakandi er ekki tengdur eru ósend skilaboð vistuð á netþjónum reknum af BlackBerry eða fyrir hönd þess þangað til hægt er að skila þeim, í allt að þrjátíu (30) daga, eftir þann tíma er ósendum skilaboðum eytt af netþjónum okkar. Innihald hverra afhentra skilaboða er ekki geymt eða varðveitt hjá BlackBerry og er geymt á tækjum sendanda og viðtakanda nema að viðkomandi eyði því. Engu að síður getur BlackBerry varðveitt færslutengdar upplýsingar sem fylgja skilaboðum og um tækið (t.d. upplýsingar um dagsetningu og tímastimplun í tengslum við afhent skilaboð og viðkomandi tæki), sem og allar aðrar upplýsingar sem BlackBerry er skylt að varðveita samkvæmt lögum. Skilaboð                sem eru send í gegnum BBM lausnina dvelja á netþjónum okkar í stuttan tíma eftir afhendingu en er eytt og strípuð öllum persónugeranlegum upplýsingum innan skamms tíma í samræmi við almenna varðveislustefnu okkar.

(i)    Alþjóðlegir gagnaflutningar. Þú veitir leyfi og samþykkir að með því að veita notkun af BBM lausninni (þ.m.t. "skýmiðuð" þjónusta og fjaraðgangur, geymsla eða öryggisafritun), getur fyrirtækjasamstæða BlackBerry meðhöndlað gögn, sem geta í sumum tilfellum verið persónulegar upplýsingar og efni samskipta, á netþjónum rekna af BlackBerry eða fyrir hönd þess innan eða utan lögsögu þar sem notendur eru staðsettir, þar á meðal í Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi eða í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu, Singapúr eða öðrum löndum á Kyrrahafssvæði Asíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum eða öðrum löndum í Austurlöndum nær, eða öðrum löndum þar sem búnaður á vegum eða fyrir hönd fyrirtækjasamstæðu BlackBerry er. Ef notendur eru íbúar Evrópska efnahagssvæðisins eða hverrar lögsögu þar sem samþykki er nauðsynlegt til að flytja persónuupplýsingar utan lögsögu eða svæðis, samþykkir þú slíka meðhöndlun upplýsinga og ábyrgist að þú hafir fengið, samkvæmt gildandi lögum, allar nauðsynlegar samþykktir frá notendum til að gera slíkt.

20.          Gögn notanda. Til viðbótar við hvaða miðlun upplýsinga sem 19. kafli veitir umboð fyrir, samþykkir þú og þínir notendur að fyrirtækjasamstæða BlackBerry megi nálgast, varðveita og birta gögn þín eða notenda         þinna, þar á meðal persónuupplýsingar, innihald samskipta þinna eða upplýsingar um virkni notkunnar þinnar        á BBM lausninni og þá þjónustu eða hugbúnað og vélbúnað nýttan í tengslum við BBM lausnina þína þar sem hún er aðgengileg BlackBerry ("gögn notenda"), til þriðju aðila, þar á meðal erlendra eða innlendra stjórnvalda, án þess að senda þér tilkynningu þess efnis samkvæmt lögum þeirra landa þar sem að fyrirtækjasamstæða BlackBerry og þjónustuaðilar þess, aðrir samstarfsaðilar og samstarfsaðilar og hlutdeildarfélög eru staðsett til að: (i) hlýða málarekstri eða framfylgja opinberri beiðni, eða annars sem krafist er samkvæmt lögum, (ii) vinna með þriðja aðila í að rannsaka verknað sem brýtur í bága við þennan samning, eða (iii) vinna með kerfisstjórum netþjónustuaðila, netkerfa eða gagnameðferðaraðstöðu til að framfylgja þessum samningi. Þú ábyrgist að þú hafir aflað, samkvæmt núgildandi lögum, allra nauðsynlegra samþykkta frá notendum, til að birta fyrirtækjasamstæðu BlackBerry notendagögn og að fyrirtækjasamstæða Blackberry hafi leyfi til að safna, nota, meðhöndla, senda og/eða birta slík gögn notenda eins og lýst er hér að ofan.

21.          Framsal og umboðsveiting. BlackBerry er heimilt að framselja þennan samning án fyrirvara. Þú skalt ekki framselja þennan samning í heild eða að hluta án skriflegs samþykkis BlackBerry (slíkt samþykki getur    BlackBerry neitað að láta af hendi eða sætt skilyrðum að geðþótta BlackBerry) og hvaða framsal án skriflegs                leyfis BlackBerry skal vera ógilt og árangurslaust. BlackBerry getur framkvæmt beint allar þær skyldur sem framkvæmdar skulu samkvæmt þessum samningi eða getur látið þær að hluta eða öllu í hendur verktaka sinna     eða undirverktaka.

22.          Tilkynningar. Nema annað sé tekið fram í samningi þessum, skulu allar tilkynningar eða önnur samskipti sem falla hér undir teljast hafa verið veittar með tilskyldum fyrirvara að því gefnu að þær séu gerðar skriflega og afhentar í eigin persónu, með sendiboða eða sent með pósti með fyrirframgreiddu burðargjaldi, ábyrgðarbréfi eða jafngildi þess, endursendingarkvittun sé þess óskað, og merkt þér á það heimilisfang sem þú hefur gefið upp til BlackBerry, og sent merkt BlackBerry UK Limited á 200 Bath Road, Slough, Berkshire, United Kingdom SL1 3XE, Attention: Managing Director. Til viðbótar við framangreint, getur BlackBerry að eigin frumkvæði, sent þér rafræna tilkynningu samkvæmt þessum samningi. Rafræn tilkynning til þín skal teljast hafa verið veitt með tilskyldum fyrirvara þegar hún er send á það netfang sem þú hefur gefið BlackBerry í té og ef að þú  hefur ekki gefið BlackBerry upp slíkt netfang, er tilkynning veitt með tilskyldum   fyrirvaraeftir að hafa verið birt með áberandi hætti á http://www.blackberry.com/legal/.

23.          Óviðráðanlegar aðstæður. Þrátt fyrir önnur ákvæði þessa samnings, skal hvorugur aðili teljast í vanefndum við þennan samning fyrir að vanrækja skuldbindingar sínar vegna réttmætra óviðráðanlegra     ástæðna, sem að þú samþykkir að telja til atburða gefna upp í 17. kafla, málsgrein (a)(ii). Þetta ákvæði skal    ekki notað sem afsökun fyrir vanefndum á hverjum þeim skuldbindingum hvors aðila fyrir sig um greiðslur til hins aðilans samkvæmt þessum samningi.

24.          Almennt.

(a)     Þriðju aðila rétthafar. Dótturfélög Blackberry og stjórnendur BlackBerry og dótturfélaga,                 fulltrúar og starfsmenn þeirra eru fyrirhugaðir þriðju aðila rétthafar vegna þeirra kafla samningsins sem bera yfirskriftina: "Neyðarþjónusta" (kafli 8), "Ábyrgð á BBM lausn þinni" (kafli 16), "Takmörkun ábyrgðar" (kafli 18) og "Fyrirvari á ábyrgð" (kafli 17) líkt og hver þeirra sé aðili að þessum samningi í samræmi við þennan kafla og ákvæði samningsins (réttindi þriðju aðila) og ensk lög 1999 ("þriðju aðila lögin"). Efnisveitendur fyrir þjónustu eru þriðju aðilar um verndun og takmarkanir á notkun efnis þeirra sem sett er fram í "Reglum um notkun BBM lausnar" (kafli 2) og "Hugverkaréttur" (kafli 9) líkt og þeir séu        aðilar að þessum samningi, í samræmi við þennan kafla og ákvæði um þriðju aðila laga. Nema annað sé sérstaklega tekið fram í þessum samningi eða þriðju aðila lögum, hver sá sem ekki er aðili að þessum samningi hefur engin réttindi samkvæmt þessum samningi eða þriðju aðila lögum. Ef þú keyptir hugbúnaðinn í iTunes verslun Apple, viðurkennir þú og samþykkir að Apple Inc og dótturfélög þess eru þriðju aðila rétthafar samkvæmt þessum             samningi og, að við samþykki þitt á þessum samningi, hefur Apple og dótturfélög þess rétt á (og teljast hafa samþykkt slíkan rétt) að framfylgja þessum samningi gagnvart þér sem þriðju aðila rétthafar með tilliti til notkunnar þinnar á BBM lausninni á verkvangi iOS. Þú viðurkennir líka og samþykkir að Apple Inc og dótturfélög þess eru ekki ábyrg fyrir BBM lausninni né til að taka til skoðunar kröfur frá þér eða þriðja aðila varðandi BBM lausnina, eða til að veita nokkuð viðhald og aðstoð með tilliti til BBM lausnarinnar.

(b)     (Undanþágur vanefnda. Enginn samningsaðili telst hafa fallist frá eða fyrirgert réttindum                 sínum samkvæmt þessum samningi, hvort sem er á grundvelli vanrækslu, tafa eða annarra lagalegra eða sambærilegra stefna, nema slíkt afsal sé gert skriflega og undirritað af prófkúrfuhafa þess samningsaðila sem sækist eftir að afsalinu sé framfylgt. Einstök tilvik afsals á hvaða ákvæði eða hvaða broti á hverju ákvæði þessa samnings telst ekki til afsals                 í öðrum tilvikum.

(c)     Ending. Skilmálarnir, skilyrðin og ábyrgðirnar sem felast í þessum samningi, er ætlað að                 endast lengur en framkvæmd, er einnig ætlað að endast uns framkvæmd lýkur eða um ræðir                ógildingu eða uppsögn þessa samnings, þar með taldir kaflar um umbætur.

(d)     Gildandi lög og úrlausn deilumála. SAMNINGUR ÞESSI FELLUR UNDIR GILDISSVIÐ OG SKAL TÚLKAÐUR SAMKVÆMT ENSKUM OG VELSKUM LÖGUM. EF ÞÚ ERT BÚSETT(UR) Í FRAKKLANDI OG EF ÞÚ ERT NEYTANDI SAMKVÆMT FRÖNSKUM NEYTENDALÖGUM, ÞÁ GETUR VERIÐ AÐ ERLEND LÖG UM SAMNINGAGERÐ EIGI EKKI VIÐ UM ÞIG. Aðilar samþykkja að gildissvið sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vöru á milli ríkja sé undanskilinn í heild sinni frá því að eiga við um þennan samning.

Þú afsalar óafturkallanlega öllum mótmælum á grundvelli varnarþings, á vettvangi annarra  lagalegra aðila eða svipuðum grundvelli og gefur óafturkræfanlegt samþykki fyrir stefnubirtingu með pósti eða öðrum hætti leyfðum samkvæmt viðeigandi lögum og veitir óafturkallanlegt samþykki fyrir viðurkenningu á lögsögu enskra dómstóla, og þú og BlackBerry samþykkið persónulega lögsögu þessara dómstóla. Ef að dómstólar í þinni lögsögu leyfa þér ekki að viðurkenna lögsögu og varnarþing ofangreindra dómstóla, þá eiga staðbundnir dómstólar lögsögu og varnarþing í málum sem geta komið upp vegna eða í tengslum við þennan samning. Aðilar samþykkja sérstaklega að ágreiningur skuli ekki leystur með kviðdómi og afsala rétti sínum á dómsmeðferð fyrir kviðdómi í hverju því máli sem getur komið upp vegna eða í tengslum við þennan samning. Enginn ágreiningur milli samningsaðila, eða annara aðila en þig, má tengja eða sameina án skriflegs samþykkis BlackBerry.

Ekkert af framangreindu skal koma í veg fyrir að annar hvor aðili fari fram á lögbann eða sambærileg réttarúrræði í lögmætri lögsögu. BlackBerry hefur sérlegan rétt til að hefja lagalega eða sambærilega málsmeðferð, þ.m.t. málsmeðferð til að fara fram á lögbann (eða jafngild úrræði í þinni lögsögu), í dómi um kröfu eða deilur um: (i) skuldir þínar við           BlackBerry í tengslum við kaup þín á BBM lausn þinni eða hluta hennar, ef við á, og (ii) brot þín eða hótanir um brot á köflum þessa samnings sem bera yfirskriftina "Reglur um notkun þína á BBM lausninni" (kafli 2), "Notkun Hugbúnaðar" (kafli 3), "Hugverkaréttur" (kafli 9), "Útflutningur, innflutningur og takmarkanir á notkun og útgefin leyfi bandarískra stjórnvalda" (kafli 10), "Öryggi, reikningar og aðgangsorð" (kafli 11), "Trúnaður og bann við vendismíði" (Kafli 12), og "Áhrif uppsagnar" (kafli 15). EF ÞÚ ERT BÚSETT(UR) Í FRAKKLANDI OG EF ÞÚ ERT NEYTANDI SAMKVÆMT FRÖNSKUM NEYTENDALÖGUM, ÞÁ GETUR VERIÐ AÐ UNDANÞÁGUR FRÁ LÖGSÖGU OG LAUSN DEILUMÁLA Í SAMNINGUM VIÐ NEYTENDUR SAMKVÆMT FRÖNSKUM LÖGUM EIGI EKKI VIÐ ÞIG. EF ÞÚ ERT BÚSETT(UR) Í LÚXEMBORG OG EF ÞÚ ERT NEYTANDI SAMKVÆMT GILDANDI LÖGUM ERU LÖGBUNDIN RÉTTINDI ÞÍN, SAMKVÆMT REGLUGERÐ RÁÐSINS (EB) NR. 44/2001 FRÁ 22. DESEMBER 2000 UM LÖGSÖGU OG VIÐURKENNINGU OG FRAMKVÆMD DÓMA Í EINKAMÁLUM OG VIÐSKIPTAMÁLUM, EKKI SKERT.

(e)     Greining á milli gildra og ógildra ákvæða. Að því marki sem að hver kafli, liður, ákvæði eða setning eða hluti ("hluti") samningsins eru dæmdir ólöglegir, ógildir eða óframkvæmanlegir, af lögbæru yfirvaldi í hvaða lögsögu sem er, þá hefur slík ákvörðun ekki áhrif á: (i) lögmæti, gildi eða fullnustuhæfi annara hluta þessa samnings, eða (ii) lögmæti, gildi eða fullnustuhæfi þess hluta í annari lögsögu, og að sá hluti verður takmarkaður ef mögulegt og eingöngu rofin eftir það, ef nauðsyn krefur að því marki sem þarf til að gera samninginn gildan og framkvæmanlegan.

(f)      Tungumál. Ef þessi samningur er þýddur á annað tungumál en ensku, skal enska útgáfan ganga framar að því marki að einhver ágreiningur eða misræmi sé á merkingu á milli ensku útgáfunnar og þýðingarinnar. Nema, og aðeins að því marki, að slíkt sé bannað með lögum í þinni lögsögu, skulu öll ágreiningsmál, deilur, sáttaumleitanir, gerðadómar eða málarekstur í tengslum við þennan samning fara fram á enskri tungu, þ.m.t. bréfaskipti, fundir, samkomulag um að leggja mál í gerð, skráningar, málflutningur, munnlegur málflutningur,  rökstuðningur munnlegur rökstuðningur og úrskurðir eða dómar.

(g)     Samningurinn í heild. Þessi samningur (sem að því varðar viðauka við hann, skulu í tengslum við efni viðauka, innihalda skilmála viðaukans), skipar allan samninginn á milli aðila með tilliti til efnis um hann og það eru engin ákvæði, skilningur, samskipti, heimildir, skuldbindingar, tryggingar samningar eða samningar á milli aðila í tengslum við hugbúnaðinn aðrir en þeir sem koma fram í þessum samningi. Þrátt fyrir framangreint geta aðrir samningar á milli aðila gilt um notkun annarra hluta af BBM lausn þinni. Þessi samningur yfirtekur öll fyrri eða samhliða ákvæði, skilning, samskipti, fyrirsvar, skuldbindingar, tryggingasamninga og samninga milli aðila, hvort sem heldur munnlegt eða skriflegt, með tilliti til efni þessa samnings, og þú viðurkennir að þú hefur ekki borið fyrir þig neitt af framangreindu með því að samþykkja að gerast aðili að þessum samningi. Samning þessum má breyta hvenær sem er með gagnkvæmu samkomulagi aðila. Nema að því marki sem BlackBerry er sérstaklega útilokað með lögum, áskilur BlackBerry sér frekari rétt, einhliða, til þess að gera breytingar á samningi þessum á framtíðar grundvelli, þar á meðal til að endurspegla breytingar á eða sem krafist er með lögum (þ.m.t. breytingar til að tryggja fullnustuhæfi þessa samnings) eða breytingar á starfsháttum, með því að veita þér með hæfilegum fyrirvara og upplýsingar um breytingar annaðhvort rafrænt (með ígrundun tilkynninga ákvæðis hér fyrir ofan) eða með því að senda tilkynningu um breytingu á http://www.blackberry.com/legal/ og þú ættir að skoða þá síðu reglulega til að fylgjast með breytingum. Ef þú heldur áfram að nota BBM lausn í meira en sextíu (60) daga eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út, þá telst þú hafa samþykkt breytingarnar. Ef þú hefur athugasemdir við breytingar vinsamlegast hafðu samband við legalinfo@blackberry.com innan sextíu (60) daga frá því að tilkynning um breytingar hefur verið gefin út til að spyrjast fyrir um möguleika þína.

(h)     Samræmi við lög. Þú þarft, á þinn eigin kostnað, að afla og viðhalda öllum leyfum, skráningum og samþykktum sem krafist er af stjórnvöldum eða gildandi lögum í lögsögu þinni til að framkvæma og framfylgja samningi þessum eða tengdum rétthafa samningum. Einkum og til að eyða öllum vafa, verður þú að fara eftir öllum viðeigandi lögum og reglugerðum í uppsetningu og notkun BBM lausnar þinnar, þar á meðal öflun nauðsynlegra leyfa, skráningu og samþykkis frá þar til bærum stjórnvöldum til innflutnings og notkunar á hugbúnaði sem inniheldur dulkóðun eða aðrar öryggislausnir tilgreindar í lögum. Þú þarft að veita BlackBerry þær tryggingar og opinberu skjöl sem að BlackBerry kann að óska eftir með reglulegu millibili til að ganga úr skugga um að þú standir við þessar skuldbindingar þínar. Án þess að takmarka framangreint, þar sem að ákveðna þjónustu þriðju aðila má nálgast á heimsvísu, ef þú velur að nálgast þjónustu þriðja aðila frá annari staðsetningu en í þeim löndum sem að BlackBerry eða viðeigandi þriðju aðilar segja að slík þjónusta eða þjónusta þriðju aðila sé fyrir hendi, gerir þú það að eigin frumkvæði og berð ábyrgð á að framfylgja viðeigandi lögum og reglum, þ.á m. þeim er lúta að útflutningi, innflutningi, notkun, sendingu og/eða samskipta viðeigandi þjónustu, eða þjónustu þriðja aðila, og tengdu efni, hluti eða hugbúnað frá þriðja aðila. Nánar tiltekið, BlackBerry tekur ekki ábyrgð á að BBM lausnin og hlutar þriðja aðila þeim tengdum eða gerð aðgengileg í gegnum þjónustu séu viðeigandi eða aðgengileg til notkunar um allan heim. Þú samþykkir að þú munir ekki sækja eða gera tilraun til að sækja eða nálgast hugbúnað og hluti þriðju aðila með öðrum hætti frá stöðum þar sem slíkt er ólöglegt. Án takmörkunar við framangreint, ef að gildandi lög aftra þér frá því að nota upptöku og/eða símtöl í talsímaþjónustu svo sem upptöku eða raddspjalls eiginleika BBM lausnarinnar, þar með talið vegna þess að jafningjanet, upptökur eða nettengdir eiginleikar eru ekki leyfð í þinni lögsögu vegna þess að þú ert undir aldurstakmörkunum, eða vegna laga um neyðarþjónustu, þá hefur þú ekki heimild til þess að ná í eða nota þessa eiginleika eða vörur BBM lausnarinnar og/eða það er á þína ábyrgð að gera annarskonar samninga um aðgengi að neyðarþjónustu.

(i)       Ítarlegri skilgreiningar. Hugtökin "felur í sér" eða "eins og" skal túlka sem "felur í sér en takmarkast ekki við" og "eins og án takmörkunar," eftir því sem við á.

EF ÞÚ HEFUR EINHVERJAR SPURNINGAR EÐA ATHUGASEMDIR VIÐ SKILMÁLA ÞESSA SAMNINGS, HAFÐU ÞÁ VINSAMLEGAST SAMBAND VIÐ BLACKBERRY Á legalinfo@blackberry.com

Til viðbótar við notkun persónuupplýsinga eins og sett er fram í samningnum og friðhelgisstefnu BlackBerry (sjá á www.blackberry.com/legal), veitir þú og viðurkenndir notendur þínir heimild fyrir meðhöndlun persónupplýsinga, samkvæmt skilgreiningu gildandi laga af hendi fyrirtækjasamstæðu BlackBerry og þjónustuveitenda í samræmi við og í þeim tilgangi sem heimilaður er í samningi þessum og friðhelgisstefnu BlackBerry, og felur í sér samþykki og heimild til eftirfarandi af hendi fyrirtækjasamstæðu BlackBerry og þjónustuveitenda hennar m.t.t. eiginleika eða þjónustu sem reiðir sig á upplýsingar um staðsetningu með notkun GPS staðsetningartækni eða svipaðrar gervihnattaþjónustu (þar sem við á) eða hópsafnaðra aðgengispunkta í gegnum Wi-Fi (e. crowd-sourced) og staðsetningar farsímamastra sem geta falið í sér staðsetningamiðaða markaðssetningu og auglýsingar. Til dæmis, þar sem í boði eru ákveðnar aðgerðir í BBM lausn sem leyfa þér að deila staðsetningu með tengiliðum þínum eða til að staðsetja þig eða senda þér skilaboð. Fyrirtækjasamstæða BlackBerry geymir ekki slíkar upplýsingar á formi sem auðkennir notandann, og kann að nota slíkar upplýsingar til að veita þér upplýsingar um og bæta staðsetningaþjónustu sem veitt er af BlackBerry eða frá þriðju aðila veitendum slíkrar þjónustu notaða í gegnum BBM lausn þína. Fyrirtækjasamstæða BlackBerry getur einnig notað slíkar upplýsingar til að búa til gögn sem hefur verið safnað saman eða gerð nafnlaus til að veita upplýsingar byggðar á staðsetningu og fyrir staðbundnar auglýsingar. Þegar þú notar þjónustu þriðju aðila sem nota eða gefa upp staðsetningargögn, fellur það undir skilmála og friðhelgisstefnu þess aðila og þú ættir að kynna þér þá og athuga þá gaumgæfilega áður en þú samþykkir að gera upplýsingar um staðsetningu þína aðgengilegar öðrum.

Samþykkt á söfnun, notkun, meðhöndlun, flutning, vistun og miðlun (til samans "meðhöndlun" eða "flutningur") upplýsinga.

Persónulegar upplýsingar sem eru meðhöndlaðar af fyrirtækjasamstæðu BlackBerry og þjónustuaðila hennar verða meðhöndlaðar í samræmi við friðhelgisstefnu BlackBerry (sem er með þessari tilvísun felld inn í þennan samning og hægt er að skoða hana á www.blackberry.com/legal/ eða með því að senda tölvupóst á legalinfo@blackberry.com). Ef þú ert í aðildarríki Evrópusambandsins eða Evrópska efnahagssvæðisins er, þar sem það á við, stjórnandi gagna sem tengjast persónuupplýsingum þínum sá aðili BlackBerry sem þú hefur gert þennan samning við.

(a)     Persónuupplýsingar. Notkun þín á BBM lausninni (eða hluta hennar), þ.m.t. uppsetning og/eða notkun á hugbúnaðinum eða tengdri sendingarþjónustu, eða stofnun BlackBerry ID getur leitt til meðhöndlunar persónuupplýsinga samkvæmt skilgreiningu gildandi laga um þig, eða ef þú ert fyrirtæki eða annars konar lögaðili, starfsmenn og aðrir einstaklingar sem þú heimilar að nota BBM lausnina fyrir þína hönd (til samans, "notendur") af hálfu fyrirtækjasamstæðu BlackBerry og þjónustuaðila þess, fjarskiptaþjónustuaðila þínum, og þriðja aðila með vörur eða þjónustu sem er notuð með BBM lausninni þinni. Miðað við þá þjónustu er sem notuð, geta persónuupplýsingar verið upplýsingar eins og nafn, notendamynd, staða og persónuleg skilaboð, netfang, símanúmer, tungumálaval, BlackBerry ID, viðskiptareikningur og stillingar, upplýsingar um tæki (t.d. auðkenni tækis og gerð tækis), land, tímabelti, fjarskiptaþjónustuveitandi, upplýsingar um notkunarvirkni á BBM lausn þinni og þjónustu eða hugbúnað og vélbúnað nýttan í tengslum við BBM lausnina. Háð takmörkun framboðs af möguleikum í BBM lausninni, getur BlackBerry meðhöndlað upplýsingar um  símaskrá, staðsetningagögn tækis, dagbók, myndir, og áminningar til þess að veita virkni sem notar þessar upplýsingar sem hluta af eða í tengslum við BBM lausnina (t.d. til að gera þér kleift að senda "mæli með BBM" tölvupóst eða SMS til tengiliða í símaskrá þinni). Þú samþykkir að fyrirtækjasamstæða BlackBerry hafi leyfi til að safna slíkum persónuupplýsingum frá þér beint, eða fá þær frá fjarskiptaþjónustuaðila þínum eða þriðju aðilum með vörur eða þjónustu sem notuð er með BBM lausn þinni. Ef að þú ert fyrirtæki eða annar lögaðili skaltu tryggja að þú hafir fengið öll tilskilin samþykki og leyfi til að samþykkja efni þessa hluta samningsins þar sem að hann á við um persónuupplýsingar notenda þinna sem safnað er í gegnum notkun þeirra á BBM lausn þinni.

(b)     Tilgangur. Í samræmi við friðhelgisstefnu BlackBerry geta persónuupplýsingar verið meðhöndlaðar af fyrirtækjasamstæðu BlackBerry og þjónustuaðila þess í tengslum við (i) að skilja og mæta þörfum og óskum þínum og til að veita þér BBM lausn þína og BlackBerry ID, (ii) þróa nýjar og efla þær vörur og þjónustu sem fyrir eru, þar á meðal til að hafa samband við þig um þær, (iii) að stjórna og þróa starfsemi og rekstur fyrirtækjasamstæðu BlackBerry, og (iv) mæta lagalegum skyldum og reglur. Þar að auki getur BlackBerry gert fáanlegar eða sent til notenda uppfærslur eða viðbætur, eða tilkynningar um uppfærslur eða viðbætur, um hugbúnaðinn, eða aðrar vörur og þjónustu sem BlackBerry býður upp á, hugbúnað þriðju aðila, efni þriðju aðila eða þjónusta þriðju aðila og tengdar vörur og þjónustu.

(c)     "Skýmiðuð" þjónusta. Þú viðurkennir að BBM lausnin gerir skýmiðaðar skilaboðasendingar og aðra þjónustu mögulega, sem geta átt við fjaraðgang, geymslu eða öryggisvirkni og er þjónustuð af fyrirtækjasamstæðu BlackBerry og þjónustuveitenda þess, og þú samþykkir að með því að nota slíka þjónustu geta upplýsingar sem að þú skráir, miðlar til, eða eru samþættar við slíka þjónustu (t.d. notendamyndir og nöfn, stöðuskilaboð, tenglalistar og hópar, dagatal, eða aðrar upplýsingar á tæki eins og verkefni og margmiðlunarskrár) verið meðhöndlaðar af fyrirtækjasamstæðu BlackBerry til að efla þjónustu í boði í samræmi við samninga þína við BlackBerry, og þú staðfestir og ábyrgist að þú hafir öll tilskilin leyfi til að miðla slíkum gögnum til BlackBerry.

(d)     Samfélagsmiðlunareiginleikar. BBM lausnin felur í sér "samfélagsmiðlunareiginleika" sem gera þér kleift að gera þig sýnilegan og tengjast öðrum einstaklingum, og til að bæta eða auka reynslu þína af þjónustu eða hugbúnaði, eða hugbúnaði þriðju aðila eða þjónustu þriðju aðila sem eru samþætt samfélagsmiðlunareiginleikunum sem að BlackBerry bíður uppá. Ef þú notar slíka þætti, samþykkir þú að aðgangur þinn að samskiptum og tengingum við aðra getur verið sýnilegur öðrum og að prófíll þinn, notendanöfn, notendamyndir, stöðuskilaboð, aðildarstaða þín, og önnur auðkenni eða upplýsingar geta verið skoðaðar af öðrum og þeir gert athugasemdir við þær. Til dæmis, ef þú notar þjónustu eða þjónustu þriðja aðila sem er samþætt samfélagsmiðlun BBM lausnarinnar, samþykkir þú að þar sem að slíkir möguleikar eru til staðar að: (i) BlackBerry Messenger tengiliðir þínir geta séð hvort þú ert að nota slíka þjónustu eða þjónustu þriðja aðila; (ii) tengiliðir þínir geta séð prófílinn þinn og hugbúnaðinn og efni (eins og leiki, tónlist eða aðrar margmiðlunarskrár og fer það eftir þjónustunni eða hugbúnaði þriðja aðila) sem þú hefur hlaðið niður, ert að nota, eða er í boði til að deila sem hluti af notkun þinni á þjónustunni eða þjónustu þriðja aðila, sem og athugasemdir sem þú eða aðrir gera um það, (iii) þegar þú sendir athugasemdir um tengiliði eða hugbúnað eða efni sem þeir hafa sótt eða eru að nota sem hluti af notkun þeirra á þjónustunni eða þjónustu þriðja aðila, geta upplýsingar um þig (svo sem athugasemdir, notendanafn og notendamynd) verið aðgengilegar öðrum tengiliðum viðkomandi einstaklings; og (iv) þjónustan eða þjónusta þriðja aðila getur falið í sér sjálfvirka virkni sem framkvæmir greiningu til að þróa uppástungur byggðar á kjörstillingum þínum og notkun á þjónustunni eða hugbúnaðinum. Vinsamlegast athugaðu viðeigandi stillinga möguleika fyrir viðkomandi þjónustu eða hugbúnað og þá möguleika sem eru í boði til að aðlaga aðgengi eða friðhelgisstillingar fyrir slíka þjónustu eða hugbúnað.

(e)     Samþætting við þjónustu þriðju aðila. BBM lausnin getur krafist þjónustu þriðja aðila til að virka (t.d. fjarskiptaþjónustu). Ef þú velur að samþætta eða tengja BBM lausn þína við þjónustu þriðja aðila (t.d. þjónustu sem auðveldar notkun þína á BBM lausn þinni í tengslum við samfélagsnet eða aðra þjónustu veitta að hálfu þriðju aðila), veitir þú BlackBerry leyfi til að nota reikning þinn, fyrir þína hönd, til að fá aðgang að þjónustu þriðju aðila og meðhöndla persónuupplýsingar þínar sem tengjast slíkri þjónustu þriðja aðila til að greiða fyrir aðgengi þínu að slíkri þjónustu þriðja aðila til þinna einkanota. Upplýsingarnar sem meðhöndlaðar eru geta átt við (i) BlackBerry ID eða önnur viðeigandi notenda auðkenni, auðkennislykla eða aðra reikninga fyrir hverja slíka þjónustu þriðju aðila eða aðra reikninga sem að þú tengir við BBM lausnina þína; (ii) upplýsingar um uppsetningarreikning þinn (t.d. BlackBerry ID, notendamynd, notendanafn, persónuleg skilaboð, aðgengisstaða, land, tímabelti, einstakir auðkennisþættir tækis, o.s.frv.); (iii) upplýsingar um tengiliði tækja; (iv) vísbending um hvaða smáforrit eða þjónustu þú hefur tengt við hugbúnaðarreikning þinn; og (v) gögn vegna notkunar þinnar á þjónustu eða smáforrits frá þriðja aðila sem þú hefur tengt við hugbúnaðarreikning þinn (t.d. stigafjöldi sem þú hefur safnað í leik frá þriðja aðila og hafa verið birt á hugbúnaðarreikningi þínum, gögn frá spjallforriti í tengslum við skilaboð sem þú hefur sent í gegnum  tengt smáforrit eða þjónustu frá þriðja aðila og hafa farið í gegnum spjallhugbúnað o.s.frv.). Þú heimilar BlackBerry einnig að birta persónuupplýsingar til viðeigandi þjónustuveitenda þriðju aðila (þar á meðal veitendur fjarskiptaþjónustu) með þeim tilgangi að virkja, innheimta, ákvæða, þjónusta, viðhalda og til að óvirkja. Slík þjónusta þriðju aðila sem eru heimilaðar eru ekki undir stjórn BlackBerry. Ef persónuupplýsingar þínar eru birtar til veitenda fjarskiptaþjónustu eða þriðja aðila með vörur eða þjónustu sem er notuð með BBM lausn þinni, er það háð gildandi samningum og friðhelgisstefnu þessara þriðju aðila og þú ættir að skoða skilmála þeirra áður en þú notar þjónustu eða hugbúnað þriðja aðila. Þú ættir að skoða valkosti eða hjálparvalmynd tækisins og hugbúnaðarins sem um ræðir í því skyni að læra meira um, og þar sem við á, stilla veittar aðgangsheimildir og tiltæk stjórntæki slíkrar þjónustu eða hugbúnaðar frá þriðja aðila.

(f)      Kökur og sambærileg tækni. Fyrirtækjasamstæða BlackBerry getur notað "kökur" (litlir hlutar af gögnum sem geymd eru á tækinu) eða svipuð tól  sem nota nafnlausar upplýsingar til að gera þér kleift að skrá þig inn á ákveðna þjónustu til að vernda bæði þig og BlackBerry, til að aðstoða við að gera þjónustuna auðveldari í notkun eða til sérsníða upplifun þína, eða til greiningar til að hjálpa okkur að skilja hvernig notendur eiga samskipti við þjónustu okkar og BBM lausnina og til að bæta eiginleika hennar.

(g)     Aðstoð og gæðatrygging. Ef þú hefur samband við BlackBerry til að fá aðstoð, eða sendir greiningu eða aðrar tæknilegar upplýsingar til BlackBerry í gegnum tölvupóst eða skráningarverkfæri sem BlackBerry veitir í slíkum tilgangi, samþykkir þú að fyrirtækjasamstæðu BlackBerry sé heimilt að safna tæknilegum upplýsingum eins og heiti tækis, vélbúnaðar ID og tegundarnúmer, stöðu minnis, stýrikerfi og umhverfis upplýsingar, stöðu rafhlöðu, Wi-Fi/WLAN, útvarp eða styrk þráðlauss nets og tengingar, lista af uppsettum smáforritum, upplýsingum um notkun smáforrita, gögnum um úrvinnslu og stillingar tækis, kerfisatburði, og aðrar upplýsingar varðandi ástand tækisins og hugbúnað sem getur verið gagnlegt til greiningar. Slíkar upplýsingar verða notaðar í þeim tilgangi að bilanagreina, þjónustu við viðskiptavini, uppfærslu hugbúnaðar, og endurbætur á BlackBerry vörum og þjónustu í samræmi við friðhelgisstefnu BlackBerry. Ef greining sýnir að um vöru þriðja aðila er að ræða, getur BlackBerry sent viðeigandi greiningar eða tæknilegar upplýsingar til þriðja aðila sem er seljandi þeirrar vöru sem er hluti af bilanagreiningar ferlinu. Þú viðurkennir og samþykkir að símtöl við BlackBerry og þjónustuaðila þess geta verið skráð fyrir þjálfun, gæðatryggingu, þjónustu við viðskiptavini og til skírskotunar.

(h)     Vistun skilaboða. Innihald þeirra skilaboða sem hafa verið skilað í gegnum BBM lausnina er alla jafna ekki vistað eða geymt hjá BlackBerry. BBM skilaboð eru send í gegnum gagnaþjónustu við netþjóna rekna af BlackBerry eða fyrir hönd þess, og beint til viðtakanda, ef viðtakandi er tengdur. Þegar að skilaboð hafa verið afhent, er það ekki lengur vistað á netþjónum okkar. Ef viðtakandi er ekki tengdur eru ósend skilaboð vistuð á netþjónum reknum af BlackBerry eða fyrir hönd þess þangað til hægt er að skila þeim, í allt að þrjátíu (30) daga, eftir þann tíma eru ósendum skilaboðum eytt af netþjónum okkar. Innihald hverra afhentra skilaboða er ekki geymt eða varðveitt hjá BlackBerry og er geymt á tækjum sendanda og viðtakanda nema að viðkomandi eyði því. Engu að síður getur BlackBerry varðveitt færslutengdar upplýsingar sem fylgja skilaboðum og tækinu (t.d. upplýsingar um dagsetningu og tímastimplun í tengslum við afhent skilaboð og viðkomandi tæki), sem og allar aðrar upplýsingar sem BlackBerry er skylt að varðveita samkvæmt lögum. Skilaboð sem eru send í gegnum BBM lausnir dvelja á netþjónum okkar í stuttan tíma eftir afhendingu, en er eytt og strípuð öllum persónugeranlegum upplýsingum innan skamms tíma í samræmi við almenna varðveislustefnu okkar.

(i)       Alþjóðlegir gagnaflutningar. Þú veitir leyfi og samþykkir að með því að veita BBM lausninni (þ.m.t. "skýmiðaðri" þjónustu og fjaraðgangi, geymslu eða öryggisafritun), getur fyrirtækjasamstæða BlackBerry meðhöndlað gögn, sem geta í sumum tilfellum verið persónulegar upplýsingar og efni samskipta, á netþjónum reknum af BlackBerry eða fyrir hönd þess innan eða utan lögsögu þar sem notendur eru staðsettir, þar á meðal í Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi eða í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu, Singapúr eða öðrum löndum á Kyrrahafssvæði Asíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum eða öðrum löndum í Austurlöndum nær, eða öðrum löndum þar sem búnaður á vegum eða fyrir hönd fyrirtækjasamstæðu BlackBerry er. Ef notendur eru íbúar Evrópska efnahagssvæðisins eða hverrar lögsögu þar sem samþykki er nauðsynlegt til að flytja persónuupplýsingar utan lögsögu eða svæðis, samþykkir þú slíka meðhöndlun upplýsinga og ábyrgist að þú hafir fengið, samkvæmt gildandi lögum, allar nauðsynlegar samþykktir frá notendum til að gera slíkt.

Gögn notanda.

Til viðbótar við hvaða miðlun upplýsinga sem að kaflinn hér að ofan veitir umboð fyrir, samþykkir þú og þínir notendur að fyrirtækjasamstæða BlackBerry megi nálgast, varðveita og birta gögn þín eða notenda þinna, þar á meðal persónuupplýsingar, innihald samskipta þinna eða upplýsingar um virkni notkunnar þinnar á BBM lausninni og þjónustu eða hugbúnað og vélbúnað nýttan í tengslum við BBM lausnina þína þar sem hún er aðgengileg BlackBerry ("gögn notenda"), til þriðju aðila, þar á meðal erlendra eða innlendra stjórnvalda, án þess að senda þér tilkynningu þess efnis samkvæmt lögum þeirra landa þar sem að fyrirtækjasamstæða BlackBerry og þjónustuaðilar þess, aðrir samstarfsaðilar og samstarfsaðilar og hlutdeildarfélög eru staðsett til að: (i) hlýða málarekstri eða framfylgja opinberri beiðni, eða annars sem krafist er samkvæmt lögum, (ii) vinna með þriðja aðila í að rannsaka verknað sem brýtur í bága við þennan samning, eða (iii) vinna með kerfisstjórum netþjónustuaðila, netkerfa eða gagnameðferðaraðstöðu til að framfylgja þessum samningi. Þú ábyrgist að þú hafir aflað, samkvæmt núgildandi lögum, allra nauðsynlegra samþykkta frá notendum til að birta fyrirtækjasamstæðu BlackBerry notendagögn og að fyrirtækjasamstæða Blackberry hafi leyfi til að safna, nota, meðhöndla, senda og/eða birta slík gögn notenda eins og lýst er hér að ofan.